Seint gefur út myndband við lagið „Mannvera“

Þann 5. júní síðastliðinn gaf íslenski tónlistarmaðurinn Seint út lagið Mannvera á Spotify en um er að ræða fyrsta lagið sem tónlistarmaðurinn gefur út á íslensku.

Nú á dögunum rataði myndband við lagið á Youtube (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Seint—sem heitir réttu nafni Joseph Cosmo—í samstarfi við Arnór Trausta og Angie Diamantopoulou. Þá fara þau Dagný Silva, Dagný Harðardóttir, Írena Rós, Anja Sigurrós, Kári Grétar, Ísak Dagur með hlutverk í myndbandinu, að ógleymdum Seint sjálfum.

Í samtali við SKE lýsti Seint laginu með eftirfarandi orðum:

„Mannvera fjallar um æskuna og andlegan þroska hennar. Hún sem vill lífið að leik hafa, í gegnum sköpun og list, en einnig með því að svala forvitninni um hið óþekkta.“

– Seint

Áhugasamir geta fylgst með Seint á eftirfarandi slóðum.

Vefsíða: https://www.seint.org

Instagram: https://www.instagram.com/seintmusic

Facebook: https://www.facebook.com/seintmusic

Að lokum má þess geta að Seint endurhljóðblandaði lagið War fyrir hljómsveitina Emigrate—sem gítarleikari Rammstein, Richard Z. Kruspe, stofnaði árið 2005—nú á dögunum.

Nánar: https://ske.is/grein/seint-endurhljodblandar-fyrir-gitarleikara-rammstein

Seint gaf út plötuna IV fyrr á þessu ári.

Auglýsing

læk

Instagram