Auglýsing

Sérfræðingar segja McGregor eiga engan séns gegn Mayweather

Í gær fjallaði vefsíða Los Angeles Times um væntanlegan bardaga hnefaleikakappans Floyd Mayweather Jr. og Conor McGregor undir yfirskriftinni Hnefaleikasérfræðingar segja McGregor eiga engan séns gegn Mayweather.

Nánar: https://www.latimes.com/sports/…

Í greininni ræðir blaðamaðurinn Lance Pugmire við fjóra hnefaleikasérfræðinga: Floyd Mayweather Sr. (föður Mayweather Jr.), James Toney (fyrrum heimsmeistara í hnefaleikum), Michael Conlan (írskan Ólympíufara og vin McGregor), Manny Robles (hnefaleikaþjálfara)  og Jessie Magdaleno (heimsmeistara í fluguvigt og lærling Robles).

Létu þeir eftirfarandi ummæli falla um bardagann:

„Þessi bardagi á eftir að lítillækka UFC … Þegar þessi maður (McGregor) er laminn til óbóta, aðstandendur UFC vilja það ekki … Floyd að berjast gegn manni sem hefur aldrei sett á sig hanska? (McGregor) verður niðurlægður.“

– Floyd Mayweather Sr.

„McGregor á eftir að græða meiri pening en hann hefur nokkuð tímann gert en hann er enginn boxari. Hann á ekki séns. McGregor keppir í UFC. Hann kann ekki að kýla … Hann á eftir að reyna rota Mayweather í fyrstu lotu, fá á sig móthögg og svo á Floyd eftir að slá hann í rot eftir tvær, þrjár lotur.“

– James Toney

„Sjálfstraustið er eina sem Conor hefur. Enginn hefur jafn mikið sjálfstraust og Conor — en hann er að reyna hið ómögulega.“

– Michael Conlan

„Ef ég fengi þennan pening þá myndi ég berjast við Mike Tyson — tvisvar. Í dag og á morgun.“

– Manny Robles

„Það munar 11 mínútum á hnefaleikabardaga og bardaga í UFC. Ef McGregor er orðinn örmagna eftir tvær lotur [líkt og í fyrsta bardaga hans gegn Nate Diaz 2016] þá endist hann ekki lengur en þrjár til fjórar lotur og það á móti manni sem fer 12 lotur án þess að blikka.“

– Jessie Magdaleno

Í lok greinarinnar skellti Robles upp úr þegar minnst var á áhyggjur Mayweather þess efnis að McGregor væri 11 árum yngri en hann, sterkari og með lengri faðm:

„Mayweather er bara að selja bardagann. Hann er svo hæfur, svo hæfileikaríkur, með sterka höku, kann að stýra hraða bardagans … hann er 40 ára gamall en það skiptir ekki máli. Þú getur ekki slegið mann sem þú sérð ekki.“

Bardag Floyd Mayweather Jr. og Conor McGregor fer fram næsta laugardag, 26. ágúst.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing