Auglýsing

Sjaldgæfur „Jarlinn Pale Ale“ í boði í útgáfuteiti Alexanders Jarls í kvöld

Fréttir

Í kvöld (27. september) fagnar rapparinn Alexander Jarl útgáfu nýs myndbands við nýtt lag á Bryggjunni Brugghús. 

Lagið ber titilinn Hvort Annað og verður að finna á væntanlegri plötu rapparans. Helgi Ársæll pródúseraði lagið og var leikstjórn myndbandsins – sem og handritið sjálft – í höndum Hauks „Hawks“ Björgvinssonar. Chanel Björk Sturludóttir pródúseraði myndbandið. 

Samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins verða 30 lítrar af sjaldgæfum Jarlinn Pale Ale í boði fyrir þá „fyrstu þyrstu“ ásamt góðum tilboðum á barnum.

Kvöldið hefst klukkan 20:00.

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Þess má geta að tvær myndir frá tökustað hafa verið birtar á netinu: ein frá Maríu Birtu Pálmarsdóttur sem birtist á Facebook-síðu leikkonunnar undir yfirskriftinni Loksins kom skotvopnaleyfið sér vel og önnur frá Jarlinum sjálfum undir yfirskriftinni Miðaustfirski amishingurinn Ezekiel Jarl (sjá hér fyrir neðan). 

Loksins kom skotvopnaleyfið sér vel.

Miðaustfirski amishingurinn Ezekiel Jarl.“

Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir frá því að Jarlinn gaf út myndband við lagið Láttu í friði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing