Auglýsing

SKE vs. Ragnheiður Sara

Q&A

Ljósmyndir: Snorri Björns

SKE: Í sumar horfðum við á CrossFit leikana, í fyrsta skiptið, og var þetta, fyrir okkur, ákveðin hugljómun: líkamlegur viðburður sem kveikti andlegan neista. Við, sem höfum í hartnær tuttugu ár stundað lyftingar í einhverri mynd, ávkáðum að breyta um nálgun um hugarfar. Í stað þess að slæpast fyrirsjáanlega fyrir framan lóðarekkann í mínútu langri bið eftir næsta setti ( alltaf sama sagan: þrjú sett af 12, 8, 6), ákváðum við að teikna þetta upp öðruvísi. Við ákváðum að keppa við tímann, okkar helsta óvin og örlagavald, sem er jafnframt það fyrirbæri sem við elskum hvað mest. Nokkrum sinnum í viku, í litlum vanbúnum sal í Vesturbænum, setjum við fyrir ákveðnar margar endurtekningar: 150 armbeygjur, 50 upphífingur, 100 magaæfingar, o.s.frv. og bætum síðan við endurtekningum þegar við höfum sigrað tímann (sumsé, bætt tímann). Við höfum aldrei verið í betra formi. Við gætum gengið upp Esjuna aftur á bak með flenzu, með skófylli af steinvölum í slagviðri. En við erum í engu formi miðað við Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, en hún hafnaði í þriðja sæti á CrossFit leikunum í sumar. Þegar Ragnheiður Sara stígur fæti á Esjuna, beygir fjallið sig niður í fullkominni lotningu, líkt og skelkaður risi að hneigja sig fyrir Guði í ljóshærðu mannslíki (too much?). Ragnheiður Sara prýðir nýjasta Q&A hluta blaðsins. Gjörið svo vel:

Sæl, Ragnheiður. Hvað er helst í fréttum?

Það er bara allt það besta í fréttum hérna megin, nýkomin frá Hawaii og tilbúin að takast á við veturinn hérna á Íslandi!

Ef þú værir ekki að einbeita þér að CrossFit, að hverju værirðu að einbeita þér þá?

Mjög líklegast í háskóla að læra sálfræði.

Helsta lexían úr sálfræðinni?

Ekki leyfa slæmu innri röddinni að stjórna og hafðu trú á öllu sem þú gerir. Ekki vera hrædd að mistakast því þú lærir í hvert skipti sem þú tekst á við eitthvað.

Ef þú yrðir að lýsa sjálfri þér sem íþróttafatnaði í vönduðum Nike bæklingi – hvernig myndi sú lýsing hljóða?

Svartar hlaupabuxur, víður bolur Grá tech fleece peysa og svo Nike metcon skór. ALLT í „plain“ litum.

Uppáhalds tilvitnun eða „one liner“?

Ég á mér tvö uppáhalds quote: „Hard work beats talent“ og „To be a rock but not to roll.“

Ef þú gætir tekið hvaða manneskju sem er – lífs eða liðna – með þér á æfingu, hvaða manneskja yrði fyrir valinu?

Conor Mcgregor þaaað er bara þannig.

Hvað hugsar þú um á björtu sumarkvöldi þegar allt er svo hljótt?

Vá hvað himininn er flottur!!

Uppáhalds lag og af hverju?

Úfff þau eru of mörg… Lorde – Tennis Court (Flume remix) og svo tvö gömul og góð sem ég get ekki skilið útundan: Black Sabbath – War pigs og Metallica – Ecstacy of Gold.

Merkasta uppfinning mannkynsins?

Flugvélar.

Eitthvað að lokum?

Nei, nei.

SKE þakkar Ragnheiði Söru kærlega fyrir spjallið. Hér eru svo nokkur góð lög til þess að takast á við tímann í ræktinni (ásamt góðu viðtali við Ragnheiði Söru í FitAID.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing