Áhugavert
Ágætis leið til þess að vekja athygli á sjálfum þér sem grínista: Skrifaðu nýjan þátt af Seinfeld og láttu þáttinn gerast nokkrum dögum eftir 11. september. Já, þó svo að Seinfeld hafi lokið göngu sinni árið 1998 þá hefur grínistinn Billy Domineau ímyndað sér heim þar sem þættirnir enduðu aldrei. Í handritinu haga Jerry, George, Elaine og Kramer sér á sinn venjulega eigingjarna hátt í gegnum eitt erfiðasta tímabil í sögu New York borgar. Handritið skartar einnig þekktum karakterum á borð við Newman, foreldra George, Uncle Leo, Jackie Chiles, Mr. Wilhelm og George Steinbrenner.
Vefsíðan Slate segir að handrit Domineau sé svo móðgandi að það fari hringinn og verði í raun algjör snilld.
https://www.slate.com/blogs/browbeat/2016/08/03/rea…
Domineau er grínisti í lausamennsku hjá Weekend Update og fyrrum penni hjá the Onion News Network. Hann ritaði handritið sem hálfgert grín og vistaði því svo á Google Docs. Síðan þá hafa grínistar víðsvegar um Bandaríkin misst sig yfir þættinum. Í viðtali við Sean McCarthy hjá The Comic’s Con sagði Domineau: „Ég var að aðstoða annan grínista fyrir nokkrum mánuðum síðan og mælti með ákveðinni smekkleysu. ,Ímyndaðu þér þátt af Seinfeld sem gerist nokkrum dögum eftir 11. september,’ sagði ég og hugsaði svo … bíddu nú við.“ Billy Domineau skrifaði handritið stuttu seinna.
Handritið má lesa hér fyrir neðan: