today-is-a-good-day

Snoop, RZA og Common í The Simpsons

Framleiðendur The Simpsons hafa ákveðið að senda frá sér eigin túlkun á klassísku skáldsögunni The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald á næsta ári, en þátturinn mun skarta stórstjörnum á borð við Snoop Dogg, RZA og Common (Leonardo DiCaprio, sem lék herra Gatsby í kvikmynd Baz Luhrmann frá árinu 2013, verður ekki með). Þátturinn mun bera titilinn The Great Phatsby og verður frumsýndur í janúar.

Í viðtali við Entertainment Weekly í vikunni sagðist Dan Greaney, einn af framleiðendum The Simpsons, hafa leitast eftir því að fá hið svokallaða Mt. Rushmore rappsenunnar til liðs við sig og að það hafi gengið upp: „Þessir rapparar standa fyrir mismunandi tímabil í sögu rapps og tákna, hver og einn, ákveðið hugarástand.“ Einnig mun pródúsentinn Jim Beanz, sem er hvað þekktastur fyrir tónlist sína við sjónvarpsþáttaröðina Empire, liðsinna þríeykinu með frumsamdri tónlist. Þemu þáttarins verða svik og hefnd.

Í þættinum mun reyna á „feigt“ samband Mr. Burns og dularfulls Hip-Hop viðskiptajöfurs að nafni Jay G. Leikararnir Keegan-Michael Key (Key & Peele) og Taraji P. Henson (Empire) munu einnig ljá þættinum röddu sína. Samkvæmt Matt Selman, aðalframleiðandi The Simpsons, þá er einnig ein önnur stjarna sem kemur fram í þættinum: „Sprenghlægileg gæs. Hún er virkilega fyndin.“

Búið er að staðfesta framleiðslu 29. og 30. seríu The Simpsons, sem þýðir að The Simpsons er orðin langlífasta þáttaröð í sögu bandarísks sjónvarps.  

Nánar: https://pitchfork.com/news/7042…

Auglýsing

læk

Instagram