Solstice Upphitun #5 – Anderson .Paak og seiglan

Auglýsing

Wolfgang Amadeus Mozart er almennt talinn fullkomið dæmi um séní, undrabarn og snilling; er tónskáldið berst í tal snýr samtalið oft og tíðum að þeim ómældu hæfileikum sem fyrrnefnt tónskáld fékk í vöggugjöf. 

Vísa menn gjarnan í þá staðreynd að Mozart hafi byrjað að semja tónlist fimm ára gamall; að hann hafi komið fram opinberlega átta ára gamall (og þá spilað bæði á fiðlu og píanó); og að hann hafi verið gerður að heiðurskáldi Austurríkis-keisara aðeins 17 ára gamall. Punkturinn yfir i-ið er iðulega sú sannreynd að þó svo að Mozart hafi andast langt fyrir aldur fram, 35 ára að aldri – þá hafi honum samt sem áður tekist að semja yfir 600 tónverk á stuttum ferli.

En þar með er ekki öll sagan sögð. 

Fyrsta snilldarverk Mozarts er jafnan talið vera níundi píanókonsertinn sem
skáldið samdi þegar hann var 21 árs gamall. Að semja meistaraverk 21 árs
gamall kann að virðast ótrúlegt en ef verkið er sett í samhengi við feril Mozarts í
heild þá er níundi píanókonsertinn 271. verkið sem Mozart samdi, sem þýðir að
fyrsta stórverkið fæddist þegar ferillinn var hálfnaður (bestu verk Mozarts, samkvæmt gagnrýnendum, voru samin rétt áður en hann dó).

Auglýsing

Einnig er mikilvægt að hafa það hugfast að Mozart var í raun hálfgert tilraunadýr föður síns, tónlistarkennarans Leopold; sama ár og Mozart fæddist gaf Leopold út kennslubók fyrir fiðlu – og vilja sumir því meina að Mozart hafi verið einskonar prófsteinn fyrir kenningar föður síns. 

Líta má á feril Mozart sem dæmisögu fyrir hvað listamaðurinn þarf til þess að ná langt á sínu sviði: Þó svo að náttúrulegir hæfileikar skipta máli – þá er það í raun seiglan sem sker úr um hversu langt listamaðurinn nær. 

Ef Leopold hefði ekki hvatt son sinn áfram í tónlistinni frá unga aldri er ólíklegt að Mozart hefði afrekað jafn mikið á stuttri ævi. 

Margir fræðimenn samtímans hafa komist að fyrrnefndri niðurstöðu, sumsé að seiglan skipti höfuðmáli í sköpuninni, og má þar helst nefna
sálfræðinginn Angelu Duckworth sem hefur spilað stóra rullu í því að orðið grit (seigla á íslensku) er nú í almennri notkun meðal listamanna og sálfræðinginn Anders Ericsson, sem er upphafsmaður hugmyndarinnar um 10.000 klukkutímana (þeas að iðkandinn þarf að ástunda iðju sína í 10.000 klukkutíma áður en hann verður að sérfræðingi). 

Af þeim listamönnum sem koma fram á Secret Solstice eftir rúma viku má segja að fáir státi sig af jafn mikilli þrautseigju og tónlistarmaðurinn Anderson .Paak; í viðtali við The Breakfast Club í fyrra lýsti hann því yfir að það hafi tekið hann 13 ár að hafa lifibrauð sitt af tónlist. Í umræddu viðtali segist hann tengja sterklega við texta lagsins This Can’t Be Life eftir Jay-Z en í laginu lítur rapparinn yfir farinn veg og minnist þess hversu litlu hafi munað að ekkert hafi ræst úr draumum hans:

Bout to lose it; voices screamin “Don’t do it!” /

It’s like ’93, ’94, bout the year /

That Big and Mag dropped; and “Illmatic” rocked /

Outta every rag drop, and the West had it locked /

Everybody doin ’em, I’m still scratchin on the block /

Like “Damn; I’ma be a failure” /

Surrounded by thugs, drugs, and drug – paraphenalia /

Í viðtalinu segist Anderson .Paak hafa íhugað það að gefast upp eftir að hafa fylgst með mörgum jafnöldrum sínum (J. Cole, Kendrick Lamaar, Drake) slá í gegn á meðan hann sat eftir með aumt ennið. Var hann meira að segja heimilisaus um tíma (Anderson .Paak ræðir þetta frá 4. mínútu myndbandsins hér fyrir neðan):

Í tilefni þess að Anderson .Paak stígur á svið næstkomandi 18. júní á tónlistarhátíðinni Secret Solstice tók SKE saman fimm góð lög með þessum þrautseiga listamanni. Gjörið svo vel:

1. Come Down 

2. Am I Wrong

3. The Season / Carry  Me

4. Suede (NxWorries)

5. The Bird

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram