Solstice Upphitun #6 – Big Sean og hnyttni

Frá upphafi rapptónlistar hefur stefnan alið af sér marga beitta textasmiði og má þar helst nefna listamenn á borð við Big L, André 3000, Lauryn Hill, Jadakiss, Tupac, Eminem, Sticky Fingaz, Nas, Kendrick Lamaar, Black Thought, Canibus og fleiri. 

Því miður hefur hið svokallaða muldurrapp („mumble rap“) grafið undan mikilvægi góðra texta í rapptónlist – en til hvers að leggja metnað í textagerð þegar hlustandinn mun ekki skilja orð hvort sem er? 

En þó svo að þessi þróun síðustu ára innan rapptónlistar hafi að einhverju leyti, að minnsta kosti, dregið úr mikilvægi textagerðar má samt sem áður segja að Big Sean hafi unnið markvisst gegn hnignunni með hnyttnum textum. 

Í tilefni þess að þessi knái rappari stígur á svið á Secret Solstice um helgina tók SKE saman 7 góðar rímur eftir Stóra Sean:

1. High Rise

‘Cause my bitch got body /
But I sit her in the back – ’cause my ni$%a called Shotty /

Þó svo að kærastan hans Big Sean sé sérdeilis vel vaxin og álitleg þá verður hún samt sem áður að sætta sig við aftursætið sökum þess að félagi Sean var búinn að panta framsæti bílsins („Shotgun,“ „Shotty“). 

2. Blessings

Thank God that we got it /
I don’t know what I would do without it /
Crew look like we robbed a bank /
But all we make is deposits /

Þó svo að vinahópurinn líti út fyrir að hafa rænt Landsbankann – þá eru meðlimir hópsins meira í því að leggja inn pening en öfugt, samkvæmt Sean; ekki dæma bókina eftir kápunni.

3. IDFWU

I mean for real, fuck how you feel /
Fuck your two cents if they ain’t going towards the bill /

Að bjóða sínar tvær krónur („to offer one’s two cents“) á ensku merkir að viðra sínar skoðanir og sérstaklega þegar téðar skoðanir eru illa séðar eða ástæðulausar. Í laginu IDFWU biður Sean alla þá sem lýsa skoðun sinni á tónlist hans að bíta í tunguna, þ.e.a.s. ef fyrrnefndar skoðanir séu ekki uppbyggilegar. 

4. Halfway Off the Balcony

Everything around me gold like I just practice alchemy /
I realize when it comes to girls that chemistry matters way more than anatomy /

Þegar það kemur að konum (mökum) er það efnafræðin (sumsé tengls og samkennd) sem skiptir meira máli en líkamsbyggingin: orð að sönnu.  

5. What Goes Around

You now rockin’ with somebody on they fuckin’ business /
Watch me do it Big, no Pun intended /

Rapparinn Big Pun var holdugur maður en orðið ‘Pun’ á ensku mekir orðaleikur þar sem iðkandinn leikur sér að mismunandi merkingum sama orðs. Í ofangreindri línu spilar Sean þennan orðaleik listilega vel. 

6. Looking for Trouble

Greet me with a middle finger when you see me /

‘Cause I can’t see yo’ ass from this side of the T.V. /

Þó svo að þú gefir Big Sean puttann þá er honum, í raun, alveg sama – en hann sér þig einfaldlega ekki frá þessari hlið sjónvarpsmyndavélarinnar.  

7. Outro

I hop up on a beat like it’s the ’08 me /
When we was riding four deep, boy, no AC /
Headed to the game for okay seats /
Now I’m courtside at OKC / 
I know KD /
And all these singing b*tches know me, like do-ray-mi /
Fa-so-la-ti-do but dough come first /
No late fees /
Kool Aid smile, Colgate teeth /

Big Sean gefur kollegum sínum í Detroit ekkert eftir (Eminem, Royce, Elzhi) með ofangreindri rímnasyrpu. 

Big Sean stígur á svið sunnudaginn 18. júní klukkan 21:00.

Auglýsing

læk

Instagram