Auglýsing

„Spurðu um mig (Ingi Bauer Remix)“ í 6. sæti íslenska Spotify listans

Fréttir

Fyrir fáeinum dögum síðan gaf tónlistarmaðurinn Ingi Bauer út endurhljóðblandaða útgáfu af laginu Spurðu um mig eftir Herra Hnetusmjör (sjá hér fyrir ofan) en athygli vekur að lagið hefur þegar klifrað upp í 6. sæti Spotify yfir vinsælustu lög Íslands.

Í samtali við SKE í morgun sagðist Ingi Bauer hafa fallið fyrir upprunalega laginu strax við fyrstu hlustun en lagið kom út í október í fyrra:

„Í kjölfarið bað ég Árna (Herra Hnetusmjör) um að senda mér raddir lagsins án undirleiks (þ.e.a.s. a cappella). Ég byrjaði að endurhljóðblanda lagið en fullkláraði það þó aldrei (í rauninni var þetta bara eitt „drop.“) Árni var ánægður með þessa útgáfu og spilaði hana reglulega á tónleikum. Stuttu síðar byrjaði þetta að spyrjast út og fóru plötusnúðar að forvitnast um hvar væri hægt að nálgast lagið. Svo núna eftir áramót ákváðum við að klára „remix-ið“ og henda því inn á Spotify. Það er mjög skemmtilegt að það sé komið í 6. sæti á íslenska Spotify listanum.“

– Ingi Bauer

Þess má geta að fyrrnefnt remix er þriðja lagið með Herra Hnetusmjöri sem situr í tíu efstu sætum listans en hin tvö lögin eru Labbilabb og Já ég veit. 

(29.01.2018)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing