„Tækifærum kastað á glæ.“—Anderson .Paak gefur út „Oxnard“

Síðastliðinn 16. nóvember gaf bandaríski tónlistarmaðurinn Anderson .Paak út sína þriðju hljóðversplötu (sjá hér að neðan). 

Aðdáendur .Paak (undirritaður þar með talinn), hafa beðið plötunnar—sem ber titilinn Oxnard—í ofvæni og þá sérstaklega í kjölfar þeirra fregna að taktsmiðurinn goðsagnakenndi Dr. Dre myndi hafa yfirsjón með tónlist plötunnar (sumsé myndi gegna hlutverki executive producer)

Platan er að mörgu leyti góð—en erum við þó sammála blaðakonunni Torii MacAdams hjá Pitchfork og finnst okkur Oxnard líða fyrir kynlífsrembing og karlrembudramb höfundar; tónlistin sjálf einkennist af frelsi, leikni og sál en fremi takmörkuð textagerð (má þar helst nefna hvimleiða ofnotkun orðsins bitch) vinnur gegn fegurð tónlistarinnar. 

Góðir gestir koma við sögu á plötunni, þar á meðal Kendrick Lamar, Pusha T, Q-Tip og J. Cole. Lagið Brother’s Keeper stendur upp úr, að okkar mati.

Í tilefni útgáfunnar tók SKE saman helstu gagnrýni frá erlendu blaðafólki.

ROLLING STONE

*** (þrjár stjörnur af fimm mögulegum)

Nánar: https://www.rollingstone.com/m…

„Platan er góð á köflum, en einkennist, að einhverju leyti, af tækifærum kastað á glæ.“

—————

THE RINGER

Engin stjörnugjöf

Nánar: https://www.theringer.com/musi…

„Anderson .Paak er, í raun, miklu fremur nýaldar-Nate Dogg heldur en endurkoma (Second Coming) James Brown, eins og upprunalega var haldið fram. En er það svo slæmt?“

—————

THE GUARDIAN

**** (fjórar stjörnur af fimm mögulegum)

Nánar: https://www.theguardian.com/mu…

„Leið hins eirðarlausa .Paak liggur einvörðungu upp á við.“

—————

PITCHFORK

7.0 (af 10.0 mögulegum stigum)

Nánar: https://pitchfork.com/reviews/…

„Karlrembudramb .Paak sleppur, að mestu—og má þar nefna lagið Sweet Chick, sem er skemmtilegt—en, á heildina litið, þá virkar þetta helst sem sokkur niður buxnaklauf söngvarans.“

—————

HIGH SNOBIETY

3.5 (af 5.0 mögulegum)

Nánar: https://www.highsnobiety.com/p…

„Oxnard er ekki alveg eins góð og fyrri plötur .Paak, og geymir þrjú til fjögur glappaskot (öll hver á ábyrgð Dr. Dre), en platan er þó uppfull af góðu efni. Hér er á ferðinni plata sem hefur þann lífsnauðsynlega eiginleika, innan um þá ömurlegu distópíu ársins 2018, að fá hlustandann til að brosa.“

—————

Hér fyrir neðan er svo myndband við lagið Bubblin sem Anderson .Paak gaf út í haust.

Orð: RTH

Auglýsing

læk

Instagram