Tævanskir leikarar tala íslensku í nýrri auglýsingu: „Ég fann lyktina.“

Fréttir

Í byrjun árs fékk upptökustúdíóið Reflex (Studio Reflex) skondna fyrirspurn frá Tævan, sumsé að taka upp kennslumyndband fyrir tævanska leikara með það fyrir stafni að kenna leikurunum að bera fram íslensk orð og setningar. 

Reflex tók verkefnið að sér og sendi kennslumyndbandið frá sér í febrúar.

Í byrjun maí birtist svo ofangreind auglýsing á Youtube þar sem tveir leikarar skiptast á línum á íslensku. Í auglýsingunni vitjar tævönsk kona manns í afskekktum fjallakofa. Maðurinn spyr hvernig hún hafi fundið hann. Segist hún hafa fundið lyktina af tedrykknum sem auglýstur er í myndbandinu.

Frá þessu greinir Kristrún Ýr á Facebook síðu sinni í dag:

„Maðurinn minn rekur upptökustúdíóið Studio Reflex og tekur að sér alls kyns verkefni í tengslum við kvikmyndir og auglýsingar. Stundum koma skrítnar fyrirspurnir frá fólki hvaðanæva úr heiminum. Fyrr á árinu fékk stúdíóið fyrirspurn frá Tævan þar sem við vorum beðin um að taka upp kennslumyndband fyrir erlenda leikara. Við slógum til og útkoman var þessi.“

– Kristrún Ýr

Auglýsingin rataði á Youtube í byrjun maí. Þegar hafa rúmlega 70.000 manns horft á myndbandið. 

Auglýsing

læk

Instagram