Auglýsing

Technics 1200/1210

Technics 1200/1210 Technics plötuspilarinn er sönn klassík en framleiðsla á honum hófst árið 1972 og er hann enn mikið notaður af dj-um og áhugamönnum um allan heim. Hönnunin hefur lítið breyst og ekki hefur verið mikið um tæknilegar uppfærslur en þó hafa alls kyns viðbætur komið á markaðinn. Plötuspilarinn frægi kemur í nokkrum litum og til eru margar mismunandi týpur af honum, eins og Sl 1200, Sl 1210 og mismunandi M gerðir, en hægt væri að skrifa heila opnu um hverja og eina týpu. Aðdáendur plötuspilarans um heim allan urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar framleiðandi ákvað að hætta framleiðslu á spilurunum árið 2010. Í kjölfarið hefur verð hækkað og er spilarinn fáanlegur á svörtum markaði og einnig á www.Ebay.com Það er alveg á hreinu að ef þú ert tónlistarunnandi eða upprennandi plötusnúður þá er Technics skyldueign.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing