„5 dollara mellurnar vita alveg hvað þær eru að gera.“ – Ragga Holm

Auglýsing

Kronik

Síðastliðið föstudagskvöld voru þær Þuríður Blær, Katrín Helga og Sólveig Pálsdóttir (úr hljómsveitinni Reykjavíkurdætur) gestir útvarpsþáttarins Kronik á X-inu 977 – ásamt rapparanum og útvarpskonunni Röggu Holm.

Tilefni heimsóknarinnar var útgáfa myndbandsins við lagið Reppa heiminn en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum neyddust Dæturnar til þess að fjarlæga myndbandið af Youtube vegna leyfismála (ca. 03:50):

„Þetta er bara leiðinglegur misskilningur. Það er verið að vinna úr þessu … við vorum s.s. að taka upp senu í flugvélaflaki í Mosfellsbænum … en þá hafði vélin verið í notkun hjá stórfyrirtæki sem var með leyfisbréf í höndunum sem kemur í veg fyrir að aðrar vídjóupptökur séu gefnar út. Þetta er bara eitthvað sem við vissum einfaldlega ekki. Við höfðum fengið góðfúslegt leyfi.“

– Sólveig Pálsdóttir

Auglýsing

Katrín Helga kaus að líta á björtu hlið málsins og hélt því fram að tímabundið brotthvarf myndbandins myndi skapa enn meiri áhuga hjá hlustendum: 

„Þetta er úthugsað ‘PR stunt’ hjá okkur … við vitum að fólk vill það sem það getur ekki fengið.“ 

– Katrín Helga

Ragga Holm tók undir þessa kenningu Katrínar með því að vísa í athugasemd sem gerð var við myndbandið á netinu (ca. 05:23) en eins og fram kemur undir lok viðtalsins voru viðbrögðin misjöfn: 

„5 dollara mellurnar vita alveg hvað þær eru að gera!“ 

– Ragga Holm

Hér má svo sjá gestina flytja lagið í beinni:

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram