Alexander Jarl ræðir Secret Solstice og fleira í Kronik (myndband)

Auglýsing

Síðasti þáttur útvarpsþáttarins Kronik var tileinkaður tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem eins og flestir vita hefst í dag (15. júní) en fram koma erlendar stórstjörnur á borð við Rick Ross, Big Sean, Anderson .Paak, Young M.A., Foo Fighters, The Prodigy og fleiri. 

Einn af gestum þáttarins var rapparinn Alexander Jarl en hann stígur á svið laugardaginn 17. júní á Gimli sviðinu. Ásamt því að spjalla stuttlega um Solstice ræddi hann einnig lagið Láttu í friði sem kom út fyrir stuttu (sjá hér fyrir ofan).

Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið en eins og fram kemur í viðtalinu stefnir Jarlinn að því að gefa út annað „official“ myndband við lagið í lok sumars. 

„Við ætluðum að fara í ,full production’ myndband svo bara lenti ég í smá veseni svo að við komumst ekki í það. Þess í stað ákváðum við að gefa út ,lyric’ myndband fyrir sumarið en ,official’ myndband kemur út í lok agúst líklegast.“

– Alexander Jarl

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram