today-is-a-good-day

Hver er hinn íslenski Tupac? Sérstök Kronik forsýning á All Eyez On Me (myndband)

Kronik

Síðastliðinn 29. júní var sérstök Kronik forsýning á kvikmyndinni All Eyez On Me í Sambíóunum í Álfabakka (myndin segir sanna sögu rapptónlistarmannsins Tupac Shakur) en sýningin var upphitun fyrir Kronik LIVE tónleikana sem fara fram næstkomandi 7. júlí þar sem rapparinn Young Thug stígur á svið í Laugardalshöllinn ásamt landsliði íslenskra rappara. 

Góð mæting var á myndina en meðal gesta voru Aron Can, Herra Hnetusmjör, Alvia, Joe Frazier, Logi Pedró, Joey Christ, DJ B-Ruff, DJ Rampage, Young Nazareth, Bent, Birnir, Sturla Atlas o.fl.

SKE var á staðnum og forvitnaðist nánar um uppáhalds Tupac lög og spurði einnig hver – ef einhver – væri hinn íslenski Tupac; erum við að mörgu leyti sammála Loga Pedró um að þau skilyrði sem viðkomandi þarf að uppfylla: 

„Þú þarft að vera baráttumaður. Þú þarft líka að vera helvíti sætur – en svo þarftu líka að kunna að hreyfa þig.“

– Logi Pedro

Eins og segir hér fyrir ofan fara Kronik LIVE tónleikarnir fram næstkomandi 7. júlí í Laugardalshöllinni en fram koma Young Thug, Krept & Konan, Aron Can, Emmsjé Gauti, Alexander Jarl, Alvia, Gísli Pálmi, GKR, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, Herra Hnetusmjör, Birnir, DJ B-Ruff, Egill Spegill, DJ Rampage og DJ Karítas (sjá stiklu hér fyrir neðan). 

Miðasala er í fullum gangi á Tix.is

Nánar: https://tix.is/is/event/3631/k…

Auglýsing

læk

Instagram