today-is-a-good-day

„Þetta snýst allt um brauðið“—SKE spjallar við Markús Inga hjá Le Kock (Hvað er í matinn?)

Hvað er í matinn?

Fyrir stuttu heimsótti SKE veitingastaðinn Le Kock í Ármúlanum og þá í því augnamiði að ræða við kokkinn Markús Inga Guðnason, einn af eigendum veitingastaðarins. 

Viðtalið var liður í myndbandsseríunni Hvað er í matinn? þar sem SKE flakkar á milli veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu og ræðir við matreiðslukonur og menn um matseld og magarúm. 

Líkt og fram kemur í viðtalinu er Markús Ingi á því að munurinn á góðum hamborgara og slæmum er brauðið—en Le Kock sérhæfir sig í hamborgurum (eins og eflaust margir vita):

„Þetta snýst allt um brauðið. Við blöndum kartöflum út í deigið okkar, sem gefur brauðinu aukinn raka og gerir það einnig að verkum að brauðið stenst meiri raka, hvort sem það er frá kjötinu sjálfu eða sósunni. Brauðið dettur ekki í sundur, það mylst ekki eða hverfur; það viðheldur heilleika sínum alveg til endaloka.“

– Markús Ingi Guðnason

Þess má einnig geta að eigendur Le Kock reka bakaríið Deig í Breiðholtinu (Seljabraut 54) en hamborgarabrauðið sem gestir Le Kock snæða á er bakað þar. 

Facebook-síða Le Kock: https://www.facebook.com/lekoc…

Auglýsing

læk

Instagram