„Tónlist mín ástæðan fyrir tilvist ykkar.“—R. Kelly svarar væntanlegri umfjöllun með nýju lagi

Auglýsing

Fréttir

Á morgun (3. janúar) fer fyrsti þáttur sjónvarpsseríunnar Surviving R. Kelly í loftið á bandarísku sjónvarpsstöðinni Lifetime. Um er að ræða einskonar heimildarmynd—sem gefin er út í sex þáttum—þar sem framferði bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly í garð kvenna er í brennidepli. 

Nánar: https://www.mylifetime.com/sho…

Auglýsing

Samkvæmt þeim upplýsingum sem eru að finna á heimasíðu Lifetime ræða framleiðendur seríunnar við u.þ.b. 50 viðmælendur, þar á meðal fjölmargar konur sem saka Kelly um kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Þá er söngvarinn einnig sakaður um að hafa svipt nokkrar konur frelsi og haldið þeim í kynlífsánauð. 

Meðal viðmælenda seríunnar er baráttukonan Tarana Burke (stofnandi MeToo byltingarinnar); tónlistarmaðurinn John Legend; sjónvarpskonan Wendy Williams og fyrrverandi eiginkona R. Kelly, Andrea Kelly. 

Í aðdraganda útgáfu Surviving R. Kelly sendi söngvarinn frá sér lagið Born To My Music á Soundcloud í gær (sjá hér að neðan).

Í texta lagsins virðist Kelly reyna að draga athygli hlustenda frá einkalífi sínu og að tónlistinni. Lagið er tileinkað því fólki sem fæddist á tíunda áratugnum, og þá, að öllum líkindum—samkvæmt Kelly—sökum tónlist hans:

Here’s to all the ’90s babies /

Single mothers and daddies, maybes /

Whether rich or whether poor /

This is who this song is for /

‘Cause I know that:

You were born to my music /

Sumsé, 

Tónlist mín er ástæðan fyrir tilvist ykkar.

Hér fyrir neðan má sjá brot af nokkrum viðtölum sem birtast í heimildarseríunni Surviving R. Kelly. 

Þess má einnig geta að í gær (1. janúar) sögðu fréttamiðlar vestan hafs frá meintu samræði Kelly og söngkonunnar Aaliyah—þegar hin síðarnefnda var aðeins 15 ára gömul. Frá þessu greinir Jovante Cunningham, fyrrum bakraddasöngvari Kelly, í fyrrnefndri heimildarmynd.

Nánar: https://people.com/music/r-kel…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram