10 bestu íslensku rapplögin … að mati Frikka Níels

Tónlist

Smekkur manna er mismunandi. Sérstaklega hvað tónlist varðar. Sumir vilja ekkert nema akfeitt tekknó, þykkt eins og ullarteppi. Aðrir bara kántrí. Willie Nelson. Billy Ray Cyrus. Svo eru það Wagner-istarnir, sem sofna við Tristan & Isolde og lesa Freud. Flestir fara þó um víðan völl. Við hjá SKE tilheyrum þeim hópi, en viðurkennum þó að við séum sérstakir áhugamenn um gott Hip-Hop. Fyrir stuttu settist heimspekingurinn og tónlistarunnandinn Friðrik Níelsson niður og tók saman 10 uppáhalds íslensku Hip-Hop lögin sín. Hér er afraksturinn (ATH. lögin eru ekki í sérstakri röð).

1. Forgotten Lores & Skytturnar – Ak Öfgar

Ekkert viðlag. Ekkert vesen.

2. Subterranean – My Style Is Freaky

Gamli skólinn eins og hann gerðist bestur.

3. Úlfur Úlfur featuring Kött Grá Pje – Brennum allt

Kötturinn með líklegast eitt beittasta vers í sögu íslensks Hip-Hops.

4. Mælginn – Sat um kvöld

Einlægur texti yfir stórglæsilegt bít frá Magga Maximum (Gnúsa Yones).

5. GKR – Morgunmatur

Góð leið til þess að byrja daginn.

6. Original Melody – Cosa Say

Fonetik Simbol með klassískt bít.

7. O.N.E. – Lovesong

Tilfinningaríkur Opee upp á sitt besta.

8. Emmsjé Gauti – Strákarnir

Gauti að toppa.

9. Tiny – Thought U Knew

„Tiny + Marteinn = Beauty.

10. Quarashi – Mess It Up

Sölvi með eyra fyrir góðum sömplum.

Honorable Mentions:

O.N.E. feat. Tiny – For the Record

Mikið spilað í lyftingarklefanum á sínum tíma.

Aron Can – Enginn mórall

Íslenski nýji skólinn, fallegur arkitektúr.

Cheddy Carter – Smoked Lamb

Bæjarins Beztu.

Emmsjé Gauti feat. Aron Can – Silfurskotta

Silkimjúkt.

Antlew & Maximum – Remember What You Told Me (feat. Deez and Jason)

Sál.

Cell 7 – Got This

„Þéttleiki.

Auglýsing

læk

Instagram