10 listamenn sem sömpluðu David Axelrod (Hvíl í friði)

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn David Axelrod lést um helgina, 83 ára að aldri (ekki er vitað um tildrög dauða hans að svo stöddu). 

Nánar: https://www.theguardian.com/mu…

Frá því að fregnir af andláti hans bárust hafa ýmsir listamenn vottað honum virðingu sína, þar á meðal trommarinn Questlove úr hljómsveitinni The Roots sem ritaði stuttan pistil á Instagram síðu sína honum til heiðurs: 

„Axelrod var svo djúpt sokkinn í sköpun og svo tær í útsetningum sínum að hann VAR Hip-Hop.“

– Questlove

David Axelrod fæddist 17. apríl 1933 í South Central hluta Los Angeles. Hann er hvað þekktastur fyrir plöturnar Songs of Innocence, sem kom út árið 1968, og Songs of Experience, sem kom út ári seinna (heiti platnanna er vísun í ljóðasafn eftir enska ljóðskáldið William Blake). 

Auglýsing

Tónlist David Axelrod mætti lýsa sem sambræðingi af djassi, sálartónlist og rokki og hafði hún jafnframt mikil áhrif á þróun Hip-Hop tónlistar; fjölmargir pródúsentar hafa samplað plötur hans, þar á meðal DJ Shadow, Lil Wayne og Wu-Tang Clan. 

TIl þess að votta David Axelrod virðingu okkar tókum við hjá SKE saman 10 uppáhalds Hip-Hop lögin okkar sem innihalda sömpl frá David Axelrod. 

1. DJ Shadow – Midnight in a Perfect World (The Human Abstract)

2. Skyzoo The Definitive Prayer (Holy Thursday)

3. Nas – Funeral Parlor (A Divine Image)

4. Mos Def – Hip Hop (The Warnings Pt. II)

5. Pete Rock – Strange Fruit (The Smile)

6. Jurassic Five – A Day at the Races (Urizen)

7. Eminem – Any Man (The Mental Traveler)

8. 50 Cent – I Got Hoes (Merlin’s Prophecy)

9. Schoolboy Q – Cycle (The Signs Pt. 2)

10. Black Eyed Peas – Fallin Up’ (1000 rads)

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram