20 uppáhalds R&B og rapplög SKE árið 2017

Auglýsing

Orðið taste á ensku útleggst, í því samhengi sem þessi grein er rituð, sem smekkur á íslensku og vísar – frá einu sjónarhorni séð, að minnsta kosti – til þeirrar tilhneigingu mannskepnunnar að taka eitthvað framyfir eitthvað annað. Því hefur smekkur ávallt að gera með það hvernig við, mannskepnurnar, skilgreinum hugtakið gæði

Margir merkir hugsuðir hafa velt þessu hugtaki fyrir sér í gegnum árin og þar á meðal heimspekingurinn Robert Pirsig – sem ritaði þá mætu bók Zen og listin að viðhalda vélhjólum – en hann komst að þeirri niðurstöðu að ómöguelgt væri, í raun og veru, að skilgreina hugtakið þar sem gæði fyrirfinnast ávallt á hnífsblaði reynslunnar, sumsé áður en skynjandinn getur gert grein fyrir gæðum vitsmunalega (áður en hann getur gert grein fyrir því hvers vegna eitthvað tiltekið fyrirbæri sé gott eða slæmt) hefur hann nú þegar komist að niðurstöðu í málinu. Er þetta kannski bara löng og torskilinn leið til þess að segja að smekkur manna er huglægur, þ.e.a.s að smekkur manna grundvallist á alls kyns illskilgreinanlegum þáttum, líkt og fyrri reynslu skynjandans, tilfinningum hans, skapi, genum, umhverfi o.s.frv. 

Ástæðan fyrir því að við leggjum áherslu á það hversu óræður, óskynsamlegur og óútskýranlegur smekkur manna er, er vegna þess að við litum nýverið yfir farinn veg og sigtuðum út, á algjöru hundavaði, þau 20 lög sem stóðu upp úr, að okkar mati, á sviði íslensks rapps og rytmablúss (R&B) árið 2017 og berum fyrir okkur í þeirri lítilsverðri sáldun fyrrnefnda kenningu Pirsig sem gefur til kynna að slík útlistun sé engan veginn algild; eru þetta einvörðungu persónubundnir fordómar íklæddir rökfræðilegum tötrum. Í ofanálag má segja að talan 20 setji alltof þröngar skorður á auðugt ár. 

Sitt sýnist hverjum.

Auglýsing

En hvað um það … árið hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt. Nýliðar á borð við Birni, Black Pox, Countess Malaise og fleiri hafa komið fram á sjónarsviðið; reynsluboltar líkt og Rottweiler, Emmsjé Gauti og Cell7 hafa gefið út ný lög; og ófáir eyrnarormar eins og B.O.B.A., Joey Cypher og Fullir vasar hafa fæðst. 

Gjörið svo vel (lögin eru ekki í neinni sérstakri röð).

SAMA-SEM – Sólsetrið

Lexi Picasso – Faith

Birnir – Út í geim (LIVE) 

Úlfur Úlfur – Engar hendur

Herra Hnetusmjör – Vinna

Aron Can – Óþekktur titill (Kronik Live)

Joey Christ feat. Herra Hnetusmjör, Aron Can og Birnir – Joey Cypher

CYBER feat. Countess Malaise – PSYCHO

Auður – I’d Love

JóiPé x Króli – B.O.B.A.

Birnir feat. Herra Hnetusmjör – Já ég veit

Cell7 – City Lights

Birnir – Ekki switcha

Lexi Picasso – Aint Nothing

Icy G & Hlandri – Swervin’ (Remix)

Elli Grill – Múffan (Olían)

Sturla Atlas – Time

Reykjavíkurdætur – Kalla mig hvað?

Black Pox – ATM

Kilo – Trap Out

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram