DJ Earl ásamt Plútó á Húrra í kvöld: „Footwork“ partí ársins

Viðburðir

Í kvöld heldur Red Bull Music Academy (RBMA) Footwork partí ársins á skemmtistaðnum Húrra en bandaríski plötusnúðurinn DJ Earl (Teklife, Chicago) er mættur til landsins í því augnamiði að flytja sitt fyrsta DJ sett í Reykjavík. 

Eins og fram kemur á þar til gerðri viðburðarsíðu á Facebook þá hefur DJ Earl gefið út tónlist sína í gegnum plötuútgáfuna „Teklife“ og er í fremstu víglínu Chicago danssenunnar. Hefur hann ferðast um allan heim til þess að þeyta skífum og hefur meðal annars komið fram á þekktum tónlistarhátíðum á borð við Unsound Festival, Amsterdam Dance Event, CTM Festival og komið að klúbbakvöldum í bæði Boiler Room og Fabric London. 

Auk DJ Earl kemur samvinnuhópurinn Plútó einnig fram en Plútó er samansafn helstu reynslubolta íslensku danstónlistarsenunnar. Ewok, Kocoon, Skurður, Bingi Baboom, Frank Honest og Tandri verða fulltrúar Plútó í þetta sinn. 

Nánar: https://www.facebook.com/event…

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS og hvetja aðstandendur gesti til þess að mæta snemma þar sem takmarkað pláss er í salnum. Herlegheitin hefjast kl. 23:00 í kvöld.

Þess má einnig geta að DJ Earl mun halda sérstaka vinnustofu klukkan 16:00 í dag á Húrra þar sem farið verður yfir þau tæki og tól sem DJ Earl nýtir sér í iðju sinni en hann mun einnig veita gestum innsýn í það hvað felst í alvöru „footwork“ slagara.

Hér fyrir neðan má svo sjá DJ Earl koma fram í Boiler Room.

Auglýsing

læk

Instagram