„Ég er ekkert að leika mér“ – Nýtt myndband frá Kilo og Röggu Holm

Auglýsing

Fréttir

Nýverið fengu umsjónarmenn útvarpsþáttarins Kronik (sem er í loftinu öll föstudagskvöld á milli 18:00 og 20:00 á X-inu 977) sérstaka nefnd álitsgjafa til að taka saman allt það sem hæst bar árið 2017 í íslensku og erlendu rappi. Af þeim 35 íslensku rapplögum sem rötuðu inn á fyrrnefndan lista átti hinn keflvíski Kilo tvö lög á listanum: Chain Swang (31. sæti) og Hvað finnst þér um það? (34. sæti) en síðara lagið samdi hann í samstarfi við Reykjavíkurdótturina Röggu Holm.

Nánar: https://ske.is/grein/arslisti-k…

Auglýsing

Nú hafa Kilo og Ragga Holm leitt hesta sína saman að nýju en í dag (26. janúar) gáfu þau út myndband við lagið I Don’t Play í samstarfi við taktsmiðinn Balatron (sjá hér fyrir ofan). Myndbandinu leikstýrði Midnight Mar.

Í samtali við SKE í morgun var Kilo skorinorður, aðspurður út í tilurð lagsins:

„Það þekkja mig svo margir sem þessi hressi grínkarl –  en þegar það kemur að rappinu þá er ég ekkert að leika mér.“

– Kilo

Hér fyrir neðan eru svo myndbönd við fleiri lög eftir Kilo og Röggu Holm. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram