Greta Salóme og Fjallið, ásamt öðrum góðum „Gym“ myndböndum

Auglýsing

Tengingin á milli tónlistar og líkamsræktar er áhugaverð: Sálfræðin segir okkur að
þegar manneskjan hlýðir á tónlist við iðkun líkamsræktar verður sama manneskja
síður þreytt, þ.e.a.s. tónlistin dregur úr huglægri upplifun iðkandans á áhrifum
þreytunnar og veitir iðkandanum aukið þol, eykur afkastagetu hans og bætir skapið (https://www.psychologytoday.co…).

Eitt sinn ritaði ónefndur höfundur eftirfarandi orð um fyrrnefnda tengingu tónlistar og líkamsræktar: „Það er ekkert verra en að stunda líkamsrækt án tónlistar, að hlýða aðeins á manns eigin glymjandi rýt og manns eigin veikburða stunur; ekki afkastar maður miklu með þesskonar hvimleiðu undirspili.“ (“There is nothing worse than exercising without music, laboring and toiling to nothing but the sound of one’s own ugly grunts and one’s own feeble pantings; one does not perform well to such a loathsome soundtrack.”)

Þann 20. mars síðastliðinn sendi söngkonan Gréta Salóme frá sér myndband við lagið My Blues sem jafnframt skartar tröllkarlinum Hafþóri Júlíusi Björnssyni (sjá hér fyrir ofan). Þegar hafa rúmlega 8.000 manns horft á myndbandið. 

Auglýsing

Til samanburðar tók SKE saman 10 eftirminnileg tónlistarmyndbönd sem tekin vor 
upp í líkamsræktarstöðvum (að hluta til, að minnsta kosti). 

Gjörið svo vel: 

10. Kanye West – The New Workout Plan

Lagið The New Workout Plan er að finna á fyrstu plötu Kanye West, College Dropout, sem kom út árið 2004. Myndbandið við lagið vakti mikla athygli á sínum tíma en Anna Nicole Smith heitin kom fram í myndbandinu.

9. Yelle Je Veux Te Voir

Lagið Je Veux Te Voir eftir franska raftónlistarbandið Yelle kom út árið 2007 og er að finna á fyrstu plötu sveitarinnar, Pop Up. Myndbandið við lagið hefur vakið ákveðna lukku en fyrri hluti myndbandsins svipar sterklega til þeirra líkamsræktarmyndbanda sem tekin voru upp á níunda áratugnum. 

8. Mason vs. Princess Superstar – Perfect (Exceeder)

Lagið Perfect (Exceeder) er svokallað „mashup“ af lögunum Exceeder eftir Mason sem kom út árið 2006 og Perfect eftir bandaríska rapparann Princess Superstar. Lagið var notað í auglýsingum fyrir kvikmyndina Bruno

7. Janealle Monae Yoga 

Lagið Yoga eftir bandarísku söngkonuna Janelle Monaé og rapparann Jideen kom
úr 31. mars árið 2015 og rataði á smáskífuna The Eephus sem plötufyrirtækið
Wondaland Records gaf út sama ár. Í myndbandinu stundar söngkonan einskonar
dans- jóga í háum hælum. 

6. Prince Rama   Bahia

Lagið Bahia eftir Prince Rama er að finna á plötunni Xtreme Now sem kom út árið 2015. Myndbandið við lagið er fríkað: reykvélar, GoPro myndavél og litríkur íþróttafatnaður. 

5. LL Cool J Mama Said Knock You Out

Mama Said Knock You Out er titillag samnefndrar plötu sem rapparinn LL Cool J gaf út árið 1991. Myndbandið geymir mjög svo eftirminnilegt skot, er rapparinn grípur í hljóðnemann sem hangir fyrir ofan hnefaleikahringinn. 

4. Kanye West – Fade

Fade var þriðja lagið sem Kanye West gaf út af plötunni The Life of Pablo sem kom út árið 2016. Myndbandið skartar hjónunum Teyana Taylor og Ima Shumpert, sem spilar körfubolta fyrir lið Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í Bandaríkjunum. Flashdance?

3. OK Go – Here It Goes Again

Hljómsveitin OK Go hefur í gegnum árin getið sér gott orðspor fyrir frumleg tónlistarmyndbönd, og þykir sumum líklegt að sveitin sé betur þekkt fyrir tónlistarmyndböndin sín heldur en tónlistina sjálfa. Hér dansa meðlimir sveitarinnar ofan á hlaupabrettum í myndbandi við lagið Here It Goes Again:

2. Olivia Newton John – Physical

Lagið Physical eftir áströlsku söngkonuna Olivia Newton-John má finna á samnefndri plötu sem kom út árið 1981. Myndbandið vann Grammy verðlaunin fyrir besta tónlistarmyndbandið. 

1. Eric Prydz – Call On Me

Lagið Call On Me eftir hinn sænska Eric Prydz er án efa eitt umdeildasta og eftirminnilegasta tónlistarmyndband sögunnar; þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, datt næstum því af róðurvélinni þegar hann sá myndbandið í fyrsta skipti í ræktinni, að eigin sögn. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram