Háttsettur Gauti í nýju myndbandi

Auglýsing

Rapparinn Emmsjé Gauti frumsýndi myndband við lagið Reykjavík á Prikinu í kvöld. Í myndbandinu getur að líta Gauta ásamt trommaranum Kela úr hljómsveitinni Agent Fresco. Saman dansa þeir ofan á hinum og þessum húsum í Reykjavík (þar á meðal Búllunni, Bæjarins beztu, höfuðstöðvum Vífilfells).

Í samtali við Nútímann sagði Gauti að það hafi örlað á lofthræðslu við upptökurnar.

„Ég hef farið á marga af þessum stöðum áður. Ég og Hlynur Helgi vinur minn vorum með skrítið hobby að klifra upp á spennandi staði fyrir nokkrum árum.“

– Emmsjé Gauti

Myndbandið er framleitt af Tjarnargötunni og er það Freyr Árnason sem leikstýrir.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram