„Hef ekkert að gera með MS!“ – Smjörvi

Auglýsing

SKE: Ungdómurinn
er ávallt að gera óvænta hluti; er ávallt að sjóða saman
módernísk lög í takt við hugsjónir Ezra Pound (“make it
new!”)
er það stígur skeytingarlausan dans inni í
Víði og biður menn, vinsamlegast, að halda sér í tíu metra fjarlægð. Þess á meðan situr eldri kynslóðin andlaus fyrir framan tölvuskjáinn, gýtur huganum aftur að sæludögum fortíðarinnar og andvarpar líkt og að lífið sé senn á enda: Ekkert mæðir öldunginn eins og fyrirhafnarlaus kraftur æskunnar … Hér er SKE að vitna í myndbandið við lagið Engar myndir eftir rapparana Smjörva og HRNNR. Myndbandið kom út fyrir þremur dögum síðan og hefur síðan staðið sem þungbær áminning um hopandi æsku (blaðamaður er samt bara þrítugur). Í tilefni myndbandsins heyrði SKE í Smjörva og spurði hann nánar út í nafnið, myndbandið og mikilvægi þess að dansa …

SKE: Hver
er Smjörvi?

Smjörvi: Það
er ég!

Auglýsing

SKE: Er
Smjörvi styrktur af MS? (eða er hann á einhvern hátt tengdur Framsóknarflokknum?)

Smjörvi: Nei,
ég hef ekkert að gera með MS!!! (Ég er að reyna að forðast
„copyright strike.“) Smjörvi er bara blanda af nafninu mínu + smjör.

SKE: Hvernig
kom til að myndbandið var tekið upp í Víði?

Smjörvi: Ég
var að tala við vin minn Magnús og hann vinnur í Víði og þá
sagði ég bara: „Hversu nett væri að taka upp myndband þar?“
Svo redduðum við HRNNR þessu því við erum með „connections.“
(BIG „SHOUT-OUT“ Á VÍÐI!)

SKE: Af
hverju Engar myndir?

Smjörvi: Þetta
er í raun framtíðarspá.

SKE: Hver
er HRNNR?

Smjörvi: HRNNR
er ungur piltur frá Mosfellssveit sem er bara
hér til að hafa gaman. En maður má alveg segja Hrannar ef
maður er í vafa að segja nafnið.

SKE: Hvað
SNNR HRNNR?

Smjörvi: Það
er enginn annar HRNNR, svo sannar-lega.

SKE: Eru
einhverjir tónleikar á dagskrá?

Smjörvi: Já,
3.nóvember á Paloma bar með góðum vinum.

SKE: Helstu
áhrifavaldar?

Smjörvi: Allt
sem er í kringum okkur daglega. Hvort sem það er tónlist eða
eitthvað annað.

SKE: Í
myndbandinu getur að líta ýmis „ill dance moves.” Er mikilvægt
að dansa?

Smjörvi: Við
erum báðir mjög sammála um að það sé mikilvægt. Að dansa
gerir allt svo miklu skemmtilegra!!!

SKE: Rúllið
þið á Prius?

Smjörvi: Við
myndum óska þess, „Shout-Out“ á Toyota!)

SKE: Eitthvað
að lokum?

Smjörvi: Ekki
vera „salty“ eins og íslenskt smjör („no
offense,“ íslenskt smjör).

(SKE hvetur lesendur til þess að kynna sér tónlist Smjörva og HRNNRs nánar. Einnig mælum við með því að menn streitist á móti ótímabærri ellihrörnun.)

Orð: RTH

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram