Hinn dularfulli Vald Wegan sendir frá sér myndband

Rapparinn og listamaðurinn Vald Wegan sendi frá sér myndband við lagið Biðin í dag (sjá fyrir ofan), en lagið verður að finna á væntanlegri EP plötu. Í samtali við SKE í morgun fór Wegan sjálfur stuttlega yfir kjarna málsins:

„Biðin er fyrsta lagið af EP plötunni Útivera. Platan mun koma út á kassettu og á stafrænu formi með hlýnandi veðri. Fonetik Simbol sér um takta og hljóðvinnslu. Einnig kemur Class B við sögu.

– Vald Wegan

Vald Wegan hefur verið að skapa tónlist frá árinu 2003 en lítið hefur farið fyrir honum upp á síðkastið.

Áhugasamir geta kynnt sér tónlist Vald Wegan nánar á Facebook síðu hans:

https://www.facebook.com/valdw…

Tónlistin sem Vald Wegan og Fonetik Simbol gera saman er mjög óvenjuleg og hefur hún ekki fengið þennan „Hip-Hop“ stimpil. En helstu áhrifavaldar, tónlistarlega séð, er alls konar djass, þar á meðal Stan Getz. Svo kemur Hip-Hop flóran og þar eru eftirfarandi áhrifavaldar í lykilhlutverkum: Wu-Tang Clan, Madlib, Dudley Perkins, MF Doom, King Geedorah, Victor Vaughn, Vast Aire, Cannibal Ox og Company Flow. Svo það má álykta að tónlist Vald Wegan og Fonetik Simbol sé psychadelískur djass með Hip-Hop ívafi sem einkennist af skemmtilegum melódíum og röppuðum sögum.

– facebook.com/pg/valdweganmusic

Auglýsing

læk

Instagram