„Hver er hinn íslenski Suge Knight?“ – Logi Pedro rýnir í íslensku rappsenuna

Auglýsing

Viðtöl

Það fór vart framhjá neinum að bandaríski rapparinn Young Thug tróð upp í Laugardalshöllinni síðastliðið föstudagskvöld þar sem hann kom fram ásamt breska tvíeykinu Krept & Konan og einvalaliði íslenskra rappara.

SKE stóð sína plikt á tónleikunum og náði tali á nokkrum þeim listamönnum sem stigu á svið um kvöldið, þar á meðal Loga Pedro úr hljómsveitinni Sturla Atlas (sjá hér fyrir ofan). 

Auglýsing

Logi Pedro er bjartsýnn fyrir hönd íslensks rapps og telur líklegt að senan eigi eftir að dafna á næstu árum:

„Miðað við það sem er í gangi núna – og hinar óútgefnu útgáfur – þá held ég að íslenskt rapp eigi mjög mikið inni. Ég held að íslenskt rapp verði mjög dóminerandi næstu fimm til tíu árin og ég hef engar áhyggjur af því að þetta klárist.“

– Logi Pedro

Í kjölfarið spratt upp lífleg umræða um hvaða íslensku einstaklingar – ef einhverjir – svipuðu helst til „krimmans“ Suge Knight og rapparans Vanilla Ice en eins og frægt er orðið þá danglaði Suge Knight hinum síðarnefnda fram af svölum í Beverly Hills með það fyrir stafni að fá rapparann til þess að afsala sér stefgjöldunum fyrir lagið Ice Ice Baby.  

*SKE biðst velvirðingar á stafsetningavillu í lokaspurningu viðtalsins: „Hverjum langar ÞIG“ átti að sjálfsögðu að standa.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram