MF Doom og Jay Electronica leiða hesta sína saman

Auglýsing

Í stefnu sem oft og tíðum einkennist af hugsunarleysi og óskiljanleika er ávallt ánægjulegt að hlýða á skýrmælta textasmiði sem hafa eitthvað að segja – eða, að minnsta kosti, segja ekkert á áhugaverðan hátt.

Roam the Earth like Bedouins and Berbers /
The great ancient goat herder, emerging through your server / 
– 
Jay Electronica

Fired up, his own boss on strike /
Accused of using hot pepper sauce on the mic /
 MF DOOM

Auglýsing

Þannig hljóða tvö textabrot úr laginu True Lightyears sem rapparinn MF Doom gaf út síðastliðinn 16. ágúst. 

Lagið skartar hinum óviðjafnanlega Jay Electronica og verður jafnframt að finna á plötunni Crack in Time sem er væntanleg frá hljómsveitinni KMD. Bítið minnir helst á Special Herbs plöturnar sem Doom gaf út í kringum aldamótin síðustu.

Líkt og áður hefur komið fram á SKE.is hyggst MF Doom gefa út nýtt lag næstu 13 vikurnar. Útgáfan er hluti af herferð rapparans og Adult Swim sem ber titilinn The Missing Notebook Rhymes.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram