today-is-a-good-day

Nýjasta plata Emmsjé Gauta komin á netið (frítt niðurhal)

Rapparinn Emmsjé Gauti á afmæli í dag. Í tilefni þess hefur hann ákveðið að gefa alþjóð afmælisgjöf: 10-laga hljómplata sem ber titilinn 17. nóvember og er aðgengileg án endurgjalds á vefsíðunni www.emmsje.is (platan verður einnig gefin út á geisladiski og á vínyl).

Markaðsherferðin fyrir plötuna hefur verið skrautleg, en fyrir rúmri viku síðan gaf Gauti út tölvuleik (sem einnig er hægt að spila á www.emmsje.is) og lét hann framleiða dótakall í eigin mynd.

Í tilefni útgáfunnar blæs Gauti til veislu á Prikinu í kvöld. Á viðburðarsíðunni stendur:

„Gnægt listamanna koma fram um kvöldið, meðal annars:

-Emmsjé Gauti
-Herra Hnetusmjör
-Úlfur Úlfur
-GKR
-Aron Can
-Sturla Atlas
-Ká Aká

(Listinn er ótæmandi.)

DJ Spegill spilar frá 18:00. Opið til 01:00 en allir hvattir til að mæta snemma. Við drekkum THULE og sé sveifla!

Frá klukkan 18-22 verðum við með sérstaka „Sticky Records pop-up store“ í portinu á Prikinu. Þar verður hægt að nálgast nýju plötuna hans Gauta á CD og vínyl ásamt allskonar varningi tengdum útgáfunni. ATH að CD og VÍNYLL koma í mjög litlu upplagi.

Klukkan 22:00 byrjar formlega tónleikadagskráin á neðri hæðinni en fegurð lænöppsins má sjá hér að ofan.“

Auglýsing

læk

Instagram