Nýtt frá 50 Cent, Joyner Lucas, Fabolous o.fl.

Auglýsing

Fréttir

Ef það er eitthvað eitt sem er öruggt í veröldinni í dag – umfram jafnvel skattana og dauðann – þá er það þetta: á hverjum degi lítur glás af lélegri rapptónlist dagsins ljós – og í sívaxandi mæli verður erfiðara að skilja hismið frá kjarnanum. Nýverið settust starfsmenn SKE niður og fóru yfir nokkra gullmola sem gefnir voru út í byrjun desember. Gjörið svo vel: 

1. 50 Cent feat. Jeremih – Still Think I’m Nothing

50 Cent reifar uppvaxtarsögu sína er Jeremih sér um viðlagið, sem er jafnframt sérdeilis grípandi. Það er óvíst hvort að lagið verði að finna á væntalegri plötu rapparans en 50 hyggst gefa út eina plötu, Street King Immortal, og eitt mixteip, KANAN: Reoladed, á næstunni.

Auglýsing

2. Joyner Lucas – Don’t Run (Produced by Statik Selektah)

Joyner Lucas vakti nýverið mikla athygli með lagi sínu I’m Not Racist (sitt sýnist hverjum um ágæti lagsins). Hér rappar hann yfir bít frá Statik Selektah en lagið verður að finna á plötunni sem kemur út á morgun. Plötunni hefur jafnframt verið beðið með mikilli eftirvæntingu.  

3. Kidz In the Hall – Soup Coolin’

Bandaríska tvíeykið Kidz in the Hall gefur út plötuna Free Nights & Weekends á morgun (8. desember). Lagið Soup Coolin’ verður að finna á plötunni en sveitin sendi nýverið frá sér myndband við lagið. 

4. A$AP Ferg – Our Streets (Produced by DJ Premier)

Óður til níunda áratugarins: A$AP Ferg og DJ Premier ræða göturnar. Sígilt Primo bít hér á ferð. Our Streets er fyrsta lagið sem hið endurreista plötufyrirtæki Payday Records sendir frá sér.

5. Fabolous & Jadakiss – Soul Food

Lagið er að finna á plötunni Friday on Elm Street sem rappararnir Fabolous og Jadakiss gáfu út síðastliðinn 24. nóvember. Tveir mjög svo hnyttnir rapparar hér á ferð. Gott bít frá gamla skólanum. 

Bónus: Dave East – Soul Food (EASTMIX)

Dave East remix.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram