Nýtt frá Brooklyn lambhúshettunni, Leikeli47

Í hvert skipti sem rapparinn Leikeli47 gefur út nýtt lag leggur SKE við hlustir.

Í gær (12. júlí) gaf hún út myndband við lagið Miss Me en um ræðir fyrsta myndbandið sem rapparinn gefur út á árinu. 

Að vanda er flæðið fágað:

Charged up like a Tesla /
Out here masked up like a Mexican wrestler /
This a gift from God baby, I’m just a messenger /
Elevator flow, 47 gon’ level up /

Í myndbandinu afgreiðir Leikeli47 viðskiptavini í lítilli matvöruverslun í Brooklyn. Lagið sjálft inniheldur sampl frá laginu Impeach the President eftir The Honey Drippers. 

Fyrir þá sem ekki þekkja Leikeli47 þá á hún rætur að rekja til Bedstuy hverfisins í Brooklyn, New York og gengur ávallt með lambhúshettu:

Ég vil að fólk einblíni á listina sem ég er að skapa og pæli ekki í því hvernig ég lít út: Gleymdu kyninu mínu. Lambhúshettan táknar frelsi; hún er óháð kyni eða kynþætti. Þetta snýst um gleði og tónlist. Ég vil frekar að fólki hlusti á mig – en að það sjái mig. Svo er ég líka frekar feimin.“ 

– Leikeli47

Leikeli47 heitir réttu nafni Leikeli (ekki er þó vitað hvert eftirnafn hennar er) og er talan 47 tilvísun í plötuna Pet Sounds eftir Beach Boys (tveir Neumann U-47 hljóðnemar voru notaðir til þess að taka upp raddir á plötunni). Einnig er talan tilvísun í hafnarboltakappann Jackie Robinson sem varð fyrsti þeldökki maðurinn til þess að keppa í MLB atvinnumannadeildinni í Bandaríkjunum árið 1947. 

Auglýsing

læk

Instagram