nýtt mixteip – “Merry Christmas Lil’ Mama”

Auglýsing

Fréttir

„Ég elska jólin; að vera skyldugur til þess að kaupa drasl handa fólki, á vissum tíma ársins …“ 

Þannig lýkur fyrsta lagi plötunnar Merry Christmas Lil’ Mama sem rapparinn Chance the Rapper og söngvarinn Jeremih gáfu út í fyrra. 

Síðastliðinn 19. desember gaf tvíeykið út nýja útgáfu af plötunni (“disc two,” sjá hér fyrir neðan) þar sem 10 ný lög bætast við í safnið. Hér er á ferðinni einskonar “gospel” mixteip – líkt og blaðamaður Esquire, Matt Miller, orðaði það – og má segja að hljóðheimur plötunnar sé alls ekki frábrugðinn því sem aðdáendur Chance the Rapper hafa vanist. Þess má einnig geta að rapparinn Common og leikkonan Lena Waithe (Master of None) spiluðu trommur á öllum nýju lögum plötunnar en þetta kom fram á Instagram-síðu Chance stuttu fyrir útgáfu plötunnar (eitt af þeim lögum er endurhljóðblönduð útgáfa af laginu Stranger at the Table sem er jafnframt uppfull af sál).

Auglýsing

Mælir SKE sérstaklega með lögunum Big Kid Again, Held It Down og Down Wit That.

Hér fyrir neðan geta hlustendur svo hlýtt á fyrri hluta mixteipsins sem kom út þremur dögum fyrir jól í fyrra. 

(Það hefur verið nóg að gera hjá söngvaranum Jeremih undanfarin misseri en hann gaf út lagið Still Think I’m Nothing í samstarfi við 50 Cent í byrjun desember. Chance the Rapper hefur einnig verið iðinn viði kolann en í fyrra vann hann þrjú Grammy-verðlaun og gaf nýverið út myndband við lagið Penthouse Floor í samstarfi við John Legend.)

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram