Plötusnúður vikunnar – DJ Karítas fer yfir topp 5 uppáhalds lögin sín (myndband)

[the_ad_group id="3076"]

DJ of the Week

DJ Karítas kíkti við í hljóðver SKE fyrir stuttu og stimplaði sig þar með í sögubækurnar með því að vera fyrsti „DJ vikunnar“ hjá SKE en um ræðir nýja myndbandsseríu þar sem nýr plötusnúður mun kíkja í heimsókn í hljóðverið í hverri viku, svara nokkrum viðeigandi spurningum og fara yfir fimm uppáhalds lögin sín.

Áhugasamir geta fylgst með DJ Karítas í Gamla Nýló á Skúlagötunni á morgun þar sem hún mun þeyta skífum í tilefni útgáfu bókarinnar Ég er drusla á vegum Druslugöngunnar. Einnig treður hún upp næstkomandi föstudag á Prikinu á milli 20:00 og 22:00 í sérstakri Grapevine BBQ veislu – og að sjálfsögðu spilar hún á Kronik LIVE tónleikunum í Höllinni 7. júlí þar sem landslið íslenskra rappara mun stíga á svið fyrir tónleika rapparans Young Thug. 

[the_ad_group id="3077"]

Þess má einnig geta að DJ Karítas hefur verið tíður gestur í útvarpsþættinum Kronik þar sem hún hefur séð um Club Kronik hluta þáttarins ásamt því að þeyta skífum með reglulega millibili á Prikinu.

Auglýsing

læk

Instagram