today-is-a-good-day

„Rari Boys mixteip væntanlegt í lok janúar.“ – SKE spjallar við Softside og Hlandra

Fréttir

SKE: Síðastliðinn 6. janúar gáfu rappararnir Hlandri og Softside út myndband við lagið „Tracksuit Made Of Gold.“ Lagið, sem og myndbandið, hefur fengið góðar viðtökur og hlotið hrós ekki ómerkara listamanna en Lord Pusswhip, HRNNR og Alexander Jarl. Í tilefni útgáfu lagsins heyrði SKE í tvíeykinu og forvitnaðist um lagið, samstarfið og hvað væri í vændum. Gjörið svo vel.

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Andri Gunnlaugsson & Softside

SKE: Hver er Softside? 

Hlandri: Softside er fáránlega „talented“ gaur. Einn besti íslenski listamaðurinn á Soundcloud.

Hlekkur: https://soundcloud.com/soft-side

SKE: Hvernig kom samstarf ykkar til?

Hlandri: Við vorum vinir í grunnskóla en misstum sambandið. Það var ekki fyrr en Icy G – sem byrjaði að vinna með Softside fyrir nokkrum mánuðum síðan og sýndi mér tónlistina hans – að við byrjuðum að tala saman aftur. 

SKE: Hver er sagan á bak við bítið?

Hlandri: Softside sendi mér þetta lag – með þessu sampli, með þessu viðlagi og þessu erindi – svo kláruðum við lagið saman í kjölfarið.

SKE: „Tracksuit Made of Gold:“ Hver er hugmyndin á bak við titilinn?

Softside: Engin sérstök hugmynd; titillinn er bara tekinn úr textanum.

SKE: Er mixteip/plata í vændum?

Hlandri: Við stefnum á að gefa út Rari Boys mixteip í lok janúar. Mixteipið er, í raun, samansafn af okkar bestu lögum. Við erum mjög spenntir fyrir því að leyfa hlustendum að heyra afraksturinn. Á teipinu verður eitthvað fyrir alla; lög bæði á ensku og íslensku, hröð og hæg lög, alls konar „vibes.“

SKE: Topp fimm íslensk rapplög árið 2017?

Birnir – Afhverju
Birnir – Út í geim
Flóni – Trappa
Geisha Cartel ft. Fevor – Vera ég

Ég verð lika að segja  Icy G & Bleachkid – Líður svo vel. Það kom ekki út 2017 en það var gert 2017 og verður á Rari Boys teipinu. Það er ruglað lag.

SKE: Er meira efni frá Icy G & Hlandra á leiðinni?

Hlandri: Já, auðvitað. Við erum að vinna í fullt af lögum. Ég er samt bara að pródúsera flest þeirra en á þó erindi á nokkrum lögum líka.

Auglýsing

læk

Instagram