„Sendum ást á alla íslensku Hip-Hop senuna.“​ – Shades of Reykjavík

Tónlist

Árið 2017 fór vel af stað hvað íslenskt Hip-Hop varðar: tvíeykið CYBER sendi frá sér EP plötuna BOYS 1. janúar; fimm dögum seinna kom myndbandið Slangin’ on the Streets of Reykjavík út með The Southern Demon Herd (5 janúar); 6. janúar 2017 sendi GKR frá sér myndband við lagið Elskan af því bara; 7. janúar kom rapparinn Herra Hnetusmjör fram í útvarpsþættinum Kronik (flutti lag í beinni og mælti vísur munni fram); 13. janúar gáfu Landaboi$ út myndband við lagið Matrix; og þann 14. janúar kíkti Alvia Islandia við í Kronik og tók Ralph Lauren Polo í beinni (ásamt því að svara fyrir nokkrum vel völdum spurningum). Síðast en ekki síst sendu Shades of Reykjavík frá sér myndband við lagið Aðein$ of feitt (11. janúar). Í tilefni þess heyrði SKE í SOR og spurði þá nánar út í Bandaríkin, íslenskt Hip-Hop og væntanlega útgáfu. Gjörið svo vel:

SKE: Hvað
er helst í fréttum hjá Shades of Reykajvík?

SOR: Við
erum á fullu að skapa, Emmi Beats er að gefa út sjö
laga EP plötu sem kemur út
á Spotify í vikunni.
Elli Grill er að vinna í sóló plötu sem kemur út í mars. SOR
gefur út nýtt „mixtape“ á næstu dögum og Prince Puffin er að
vinna í plötu sem kemur út í maí.

SKE: Þið
gáfuð út myndband við lagið Aðein$ of feitt nýlega. Hvað
getið þið sagt okkur um myndbandið?

SOR: Myndbandið
var tekið upp í USA, í Nashville,
Tennessee. Við
vorum búnir að sitja á þessu svolítið
lengi, að okkar mati. Það
var virkilega gaman að vinna með Since
When? en hann er fær
rappari og það er gaman að blanda ensku og íslensku saman.
Annars fannst
okkur myndbandið takast vel: mjög hrátt
eins og hefur verið okkar stíll hingað
til, ásamt því að koma okkur aftur í húmorinn sem er lykillinn.
Þetta snýst
allt um að hafa gaman af þessu!

SKE: Í
athugasemdakerfi Youtube (fyrir neðan myndbandið) segir Kort
Þórsson: „Ég digga ekki síðustu línuna annars er þetta
frekar bangin’.“ Elli Grill svarar hinum
sama fullum hálsi: „Það er eins og að segja að Kínamúrinn
sé grindverk.“ En hvað viljið þið
segja við þær neikvæðisraddir sem heyrast frá notendunum
Killyourself og frikka fanzz?

SOR: Góð
spurning: Segja
nöfnin þeirra ekki alla söguna? Eða
allavega fysta nafnið!

SKE: Í
byrjun myndbandsins getur að líta skilti. Á því stendur: „Varúð.
Þröngt rými, aðgangur bannaður.“ Þið
farið ótroðnar slóðir?

SOR: Við
gerum það sem við viljum.

SKE: Hvað
er það versta/besta við Bandaríkin?

SKE: Vatnið
er það versta. Annars áttum við mjög
góða reynslu af okkar dvöl þar, virkilega mikið af góðu fólki
sem vildi gera og gerði allt fyrir okkur; við förum klárlega
aftur til USA.

SKE: Lagið
verður að finna á væntanlegu
„mixtape-i,“ skv. lýsingunni á
Youtube. Hvenær kemur það út?

SOR: „Deadline“
hjá okkur er 11. febrúar á fullu tungli.

SKE: Hvað
er það Feita$ta við íslenskt Hip-Hop?

SOR: Við
sendum „love“
á alla íslensku Hip-Hop senuna: xtra ást
á Alviu, Rósa, HRNNR & Smjörva,
Dddkwl, Higdee, Kristínu Morthens,
Landaboi$, Blaz,
Dj Ömmu, Balcony Boys,
GKR, Valby bræður
og Jarlinn.

SKE: Ef
þið yrðuð að velja fyrirsögn þessarar greinar – hvaða
fyrirsögn yrði fyrir valinu?

SOR: Við
erum öll SOR !!!

SKE: Soulja
Boy eða Chris Brown?

SOR: Chris
Brown

Hvað eruð þið að hlusta á og
hvað eruð þið EKKI að hlusta á þessa dagana?

SOR: Shit,
sko, Elli Grill fór yfirum þegar hann sá
þessa spurnigu, en svarið hans er: „Við
hlustum ekki á tónlist.“

SKE: Heyrst
hefur að SOR verði gestir í útvarpsþættinum Kronik á næstunni.
Komist þið allir fyrir í hljóðverinu?

SOR: Auðvitað,
tattú í beinni? Ást
á Kronik frá SOR!

SKE: Eitthvað
að lokum?

SOR: Ást á
alla sem hafa staðið við bakið á okkur
sama hvað! Þetta
ár er stærsta ár Shades of Reykjavík
til þessa – hlökkum til að spila fyrir
ykkur! … „af hverju er Shades of Reykjavík
ekki að spila á Sónar?“ Just saying

(SKE þakkar Shades of Reykjavík kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að fylgjast vel með SOR á þessu ári. Hér fyrir neðan eru svo tvö góð frá SOR.)

Auglýsing

læk

Instagram