SKE kíkir í hljóðverið til GKR (myndband)

Auglýsing

Nýverið kíkti SKE við í hljóðver rapparans GKR úti á Granda í því augnamiði að gægjast á bak við tjöldinn og ræða tónlist (sjá hér fyrir ofan).

Ásamt því að ræða aðstöðuna, framtíðina og fyrirhuguð myndbönd, leyfði GKR einnig SKE að heyra brot af nýju lagi – sem er í bígerð – sem skartar tónlistarmanninum Daða Frey (sem hefur getið sér gott orð sem helmingur tvíeykisins SAMA-SEM).

Líkt og fram kemur í viðtalinu hyggst GKR vera duglegur í ár með það fyrir stafni að sýna fjölskyldunni sinni að hann geti lifað á tónlistinni einni saman:

„Ég held að mér langi mest í pening, þetta árið. Ég held að það skipti miklu máli að eiga pening þegar þú ert að gera tónlist. Það er einnig gaman að geta sýnt fjölskyldunni að maður geti lifað á því sem maður elskar að gera. Þau eru svo gjörn á að segja að ég eigi að fara í lögfræði. Ég er ekki að grínast. Þau eru alltaf að segja það.“

– GKR

Auglýsing

Eins og GKR orðaði það sjálfur var hann svolítið bak við tjöldin árið 2017 og gaf aðeins út eitt tónlistarmyndband við lagið UPP sem hann samdi í samstarfi við pródúsentinn Martein (BNGRBOY).


Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram