„Það þýðir ekkert að gefast upp.“ – nýtt lag frá KrisH

Þann 24. febrúar gaf rapparinn KrisH (borið fram eins og Chris) út myndband við lagið VinnaVinna, en lagið hefur fengið fína dóma meðal rappaðdáanda á netinu (sjá hér fyrir ofan). 

Í samtali við SKE fyrir stuttu sagði KrisH, sem heitir réttu nafni Kristján Hrafn Gíslason, að þema lagsins væri, að einhverju leyti, að gefast ekki upp: 

„Það sem fólk getur kannski tekið frá laginu er að ef þú vilt verða eitthvað þá þýðir ekki að vera ‘quitter.’“

– KrisH

Lagið var samið á einni kvöldstund með það fyrir marki að kynna hlustendum fyrir tónlist KrisH áður en næsta lag kæmi út, en rapparinn hefur unnið að nýju lagi frá því um áramótin og vonast til þess að gefa það út í mars.

„Ég byrjaði að semja tónlist þegar ég var um 10 ára, en gaf út fyrsta lagið fyrir tveimur árum síðan. Þá keypti ég mér hljóðkort og hljóðnema og byrjaði að fikta … í dag vinn ég mest með lagasmiðnum og vini mínum Gabríel, betur þekktur sem Icy G … ég kynntist svo rapparanum Kilo í vetur og hann hefur aðstoðað mig mikið og kynnt mig fyrir fullt af fólki innan rappsenunnar. S/O á Kíló!“

– KrisH

SKE hvetur lesendur til þess að fylgjast með tónlist KrisH í framtíðinni.

Auglýsing

læk

Instagram