Þegar BBC fjallaði um íslenskt rapp

Auglýsing

Síðastliðinn febrúar fjallaði útvarpsmaðurinn Mark Steel hjá breska ríkisútvarpinu (BBC) um Hip-Hop tónlist hvaðanæva úr heiminum þar sem sérstök áhersla var lögð á íslenskt rapp en þátturinn virðist hafa farið framhjá mörgum. 

Þátturinn ber titilinn Mark Steel Does Hip Hop og geta lesendur hlýtt á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Nánar: https://www.bbc.co.uk/programme…

Í byrjun þáttarins segir Mark Steel að áhugi hans á alþjóðlegri Hip Hop menningu hafi kviknað árið 2003 í Lucky Records í Reykjavík er hann spurðist fyrir um íslenskt rapp í hálfgerðu gríni og slysaðist á stefnuna fyrst.

„Ég vissi ekkert hvað þeir (íslenskir rapparar) voru að segja en þetta hljómaði frábærlega.“

– Mark Steel

Auglýsing

(Ljósmynd: RVKDTR:COM)

Í þættinum spjallar hann meðal annars við Sölku Valsdóttir (CYBER / Reykjavíkurdætur) í ónefndu hljóðveri í Reykjavík og útskýrir fyrir hlustendum að jafnvel frægustu rapparar Íslands neyðist til þess að sinna venjulegum störfum: „Salka starfar í hljóðveri – alveg eins og Jay-Z starfar á bensínstöð mánudaga til fimmtudaga,“ segir hann á kaldhæðnislegan hátt.

Í viðtalinu fullyrðir Salka að íslenski ungdómurinn hlusti aðallega á rapptónlist og að einu tónlistarmennirnir sem spila reglulega á uppseldum tónleikum séu rapparar.

Á áttundu mínútu þáttarins rappar svo Salka fyrir þáttastjórnandann (ca. 07:00) og er hann yfir sig hrifinn:

„Svo upplifði ég atvik sem við upplifum eflaust öll – er íslensk kona sem situr við hliðina á manni rappar fyrir mann í hljóðveri í Reykjavík.“

– Mark Steel

Einnig ræðir Mark Steel við taktsmiðinn Martein (BNGR BOY) og rapparana GKR og Emmsjé Gauta á Prikinu. 

Í viðtalinu segir GKR að þó svo að hann hafi náð ákveðnum vinsældum á Íslandi líti hann alls ekki ekki stórt á sig:

„Jafnvel þó að ég væri þekktasti einstaklingurinn á Íslandi myndi ég samt ekki ganga svo langt að halda því fram að ég væri ,frægur’; hér búa einungis 300.000 manns.“

– GKR

Fagmannlega unninn þáttur um íslenskt rapp sem er vel þess virði að hlusta á. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram