today-is-a-good-day

Umboðsmaður Herra Hnetusmjörs gefur út borðspil – viðtal (myndband)

Fréttir

Síðastliðið föstudagskvöld fór útvarpsþátturinn Kronik í loftið á X-inu 977 samkvæmt hefðbundinni dagskrá. 

Gestir þáttarins voru Young Nigo Drippin, Bjarni Jónsson (Secret Solstice) og Arnór Gíslason en hinn síðastnefndi hefur sinnt umboðsstörfum fyrir Herra Hnetusmjör frá því að rapparinn kom fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum síðan. 

Tilefni heimsóknar Arnórs var útgáfa borðspilsins Cron Island sem rataði nýverið inn á Indiegogo – en fyrir þá sem þekkja ekki til IndiegoGo þá ræðir hér um einskonar millilið á fjármögnum verkefna á milli hugmyndasmiða og fjárfesta. 

Nánar: https://www.indiegogo.com/proj…

Líkt og fram kemur í viðtalinu (sjá hér fyrir ofan) liðu rúm þrjú ár frá því að Arnór og samstarfsmaður hans, Arnar Steinn, fengu hugmyndina og þangað til útgáfu spilsins:

„Við byrjuðum svona þriðjudagsklúbb, þar sem við komumst að því að þriðjudagar eru leiðinlegustu dagar vikunnar. Við hittumst, blönduðum þrjá kokteila og veltum því fyrir okkur hvað við gætum gert … síðan byrjðum við að vinna … Við gerðum fyrstu prótótýpuna árið 2014 …“

– Arnór Gíslason

Áhugasamir geta kynnt sér spilið með því að heimsækja vefsíðu Cron Island eða fjárfest beint í eintaki með því að heimsækja Indiegogo.com. 

Heimasíða: https://www.cronisland.com/

Instagram: https://www.instagram.com/cron…

Indiegogo: https://www.indiegogo.com/proj…

Auglýsing

læk

Instagram