Wu-Tang, Run the Jewels, Young Thug o.fl.

Tónlist

Samkvæmt tölfræði frá árinu 2014 bætast u.þ.b. 20.000 ný lög við lagasafn Spotify á hverjum degi og ekki er ólíklegt að þessi tala hafi hækkað verulega á síðustum þrem árum. Hvað rapptónlist varðar, að minnsta kosti, er með öllu ómögulegt að fylgjast með öllum þeim lögum sem koma út á hverjum degi – en þó gerum við okkar besta: Hér fyrir neðan eru sjö góð lög sem komu nýverið út á Spotify og annars staðar. 

1. Wu-Tang Clan Don’t Stop

Lagið Don’t Stop hljómar í fjórðu seríu Silicon Valley á HBO. Ný plata með tónlist frá fjórðu seríunni kemur út í dag (23. júní). 

2. Run the Jewels Chase Me

Lagið Chase Me kom út fyrir rúmum mánuði síðan en myndbandið kom út í gær. Lagið hljómar í kvikmyndinni Baby Driver sem frumsýnd var síðastliðinn 21. júní í Lundúnum. 

3. Kintaro feat. Anderson .Paak Mk

Jameel „Kintaro“ Bruner, yngsti sonur trommarans Ronald Bruner og bróðir tónlistarmannsins Thundercat, hætti í  hljómsveitinni The Internet fyrir stuttu en gaf nýverið út EP plötuna Universal. Lagið Mk skartar engum öðrum en Anderson .Paak sem tróð upp á Secret Solstice í Laugardalnum síðustu helgi (og stóð upp úr, að mati SKE).

4. Young Thug Family Don’t Matter

Síðastliðinn 16. júní gaf rapparinn Young Thug út sína fyrstu hljóðversplötu, Beautiful Thugger Girls. Fyrsta lag plötunnar ber titilinn Family Don’t Matter og er hálfgert kántrí lag. Eins og einhvern segir í athugasemdakerfi Youtube:

„Thug really out here droppin’ the greatest country song of all time.“

5. Vince Staples Yeah Right feat. Kendrick Lamaar

Vince Staples gaf út plötuna Big Fish Theory í dag. Platan inniheldur 14 lög og eitt af þeim er Yeah Right þar sem Staples fær rapparann Kendrick Lamaar til liðs við sig. 

6. Wyclef Jean Fela Kuti

Wyclef Jean hyggst gefa út plötuna Carnival III kemur út næstkomandi 15. september. Í tilefni þess sendi hann frá sér lagið Fela Kuti í gær en lagið heitir í höfuðið á hinum goðsagnakennda nígeríska tónlistarmanni sem er í miklu uppáhaldi hjá Wyclef sem og öðrum. 

Royce Da 5’9″ N My Zone / Mask Off

Fyrir fjórum dögum síðan gaf Royce Da 5’9“ út fjórða mixteipið í Bar Exam seríunni. Lagið N My Zone / Mask Off (tvískipt) er í ákveðnu uppáhaldi. 

Auglýsing

læk

Instagram