Auglýsing

„Trump ekki velkominn“ – Útgáfutónleikar Moses Hightower á morgun

Fréttir

Á morgun, föstudaginn 22. september, fagnar hljómsveitin Moses Hightower útgáfu plötunnar Fjallaloft í Háskólabíó. Platan kom út síðastliðinn 9. maí og inniheldur 11 lög en um ræðir þriðju plötu sveitarinnar (áður hefur Moses gefið út plöturnar Búum til börn árið 2010 og Önnur Mósebók árið 2012). 

Eins og fram kemur á Tix.is hyggst hljómsveitin „flytja nýju plötuna á útgáfutónleikunum í bland við eldra efni, og fá til liðs við sig blásarasveit og aðra sparihjálparkokka. Hljómsveitin kemur sjaldan fram sökum dreifðrar búsetu.“

Nánar: https://tix.is/en/event/4454/m…

Í tilefni tónleikanna spjallaði SKE við trommara Moses Hightower, Magnús Trygvason Eliassen, fyrir stuttu og spurði hann nánar um tónlistina, lífið og taktsmiðinn Jay Dilla (sjá hér fyrir ofan). 

Forvitnaðist SKE meðal annars um hvers vegna Moses Hightower væri ekki búin að gefa út nein myndbönd. Vildi Magnús meina að þeir væru einfaldlega of uppteknir að tónlistinni: 

„Ég veit það ekki … of feimnir, eða eitthvað. Við erum ekkert sérstaklega neitt mikið ,business’ þenkjandi menn, eða þannig. Okkur finnst gaman að spila. Okkur finnst gaman að gefa út plötur. Allt hitt hefur kannski setið á hakanum. Það var reyndar í umræðinu að gera eitthvað. En hvað það verður, veit ég ekki.“

– Magnús Trygvason Eliassen

SKE hvetur alla til að tryggja sér miða á útgáfutónleika þessarar frábæru hljómsveitar.

Hér er svo platan Fjallaloft á Spotify. 

Hlekkur á gamalt viðtal við Moses í SKE:

https://ske.is/grein/lemurastof…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing