Twitter bregst við ummælum Rósu Ingólfs

[the_ad_group id="3076"]

Twitter brást illa við skrifum leikkonunnar Rósu Ingólfs sem birtust á vefsíðunni kvon.is fyrr í vikunni. Í greininni segir Rósa, meðal annars:

„Konur verða að gæta sín á að slíta sér ekki út í tilgangslausri líkamsrækt sem miðar að því að byggja upp karlmannlega og samanrekna vöðva.“

Í viðleitni okkar til þess að veita mikilvægum skoðunum hljómgrunn, tókum við saman helstu ummælin á Twitter.

Þetta er svo heimskulegt á svo mörgum levelum. Og hvað er bakpressa? Do u even lift?

– @Aggi700

„Konur eiga ekki ađ stunda lyftingar“ sagđi enginn strákur/stelpa aldrei sem likes the squat booty #RósaIngólfs #sterkarstelpur

– @olof_e

rósa ingólfs er misogynist hálfviti en af hverju er DV að gefa skoðunum hennar hljómgrunn? veit að þetta er shit fréttamiðill en common

– @disbender

Snýtti mér í ermina og deddaði 100kg í dag, konum til heiðurs. Tók ekki „bakpressu“. Veitir Rósa sýnikennslu í þeirri æfingu #rósaingólfs

– @RaggaNagli

Ætla að skella mér í ræktina, sýna smá tuddaskap og afmynda kvenleika minn #RósaIngólfs

– @stefania_asb

Ég er aðallega hissa að Rósa Ingólfs sé enn á lífi (sorrý memmig) en ekki að gamalmenni sé með forpokaðar skoðanir.

– @gunnare

Hey yo sjomla, árið 1940 hringdi og vill fá hræðilegu skoðanirnar sínar til baka Kv. Tuddi Ben

– @SunnaBen

Gott að Rósa Ingólfs taki að sér að segja hvernig konur eigi að vera, og hvað þær eigi að gera. Vantar þessar raddir í samfélagið. Takk.

– @KSchioth

Ritstjóri tölublaðsins Bodyshaming 101 var að hringja. Þeir vilja fá greinina sína til baka …

– @astrosrut

Ha? Ég skil ekki neitt. Er þetta grín? Vaknaði ég á vitlausum áratugi?

– @hildurmf

Hér er svo falleg kínversk auglýsing.

[the_ad_group id="3077"]

Auglýsing

læk

Instagram