Úlfur Úlfur fagnar útgáfu þriðju breiðskífu sinnar Hefnið okkar á föstudag í verslun Lucky Records á Rauðarárstíg 10 kl. 17:00. Hljómsveitin mun stíga á stokk auk þess að árita plötur. Léttar veitingar verða í boði fyrir gesti í boði Víking.
Nánar: https://www.facebook.com/event…
Í tilefni útgáfu plötunnar sendi sveitin frá sér þrjú ný myndbönd í gær (25. apríl) ásamt því að opna nýja vefsíðu: https://www.ulfurulfur.is/. Í viðtali sem birtist á Vísi í dag tjáði Arnar Freyr Frostason sig nánar um þessa óvænta útgáfu:
„Við gerðum það sama með þessi myndbönd og plötuna sem kemur á föstudaginn – við þögðum einfaldlega. Orðum fylgir svo mikil djöfulsins ábyrgð og svo höfum við alltaf fílað svona „shock factor“ dæmi. Sparka upp hurðinni óboðnir með fangið fullt af kræsingum,“
– Arnar Freyr Frostason