Auglýsing

Umhugsunarverð áskorun rithöfundar: breyttu orðavalinu

Orð skipta máli. Það hvernig við orðum hlutina hefur áhrif á það hvernig við hugsum um hlutina – og það hvernig við hugsum um hlutina hefur áhrif á upplifun okkar. 

Nýlega hefur brot úr pistli frá The Wall Street Journal gengið á milli manna á netinu, en pistillinn inniheldur umhugsunarverða áskorun frá höfundi greinarinnar, rithöfundinum Laura Vanderkam. Greinin var upprunalega birt árið 2012 og áskorunin er svohljóðandi:

Breyttu orðavalinu: Í stað þess að segja ,ég hef ekki tíma’ segðu ,þetta hefur ekki forgang’ og athugaðu hvernig þér líður með það. Stundum er þetta fullnægjandi skýring. Ég hef tíma til þess að strauja lökin, en mér langar ekki til þess. En annað er erfiðara. Prófaðu það: ,Ég ætla ekki að prófarkalesa ferilskrána þína, elskan, vegna þess að það hefur ekki forgang.’ ,Ég ætla ekki til læknis vegna þess að heilsan mín hefur ekki forgang.’ Ef ummæli eins og þessi valda þér ónotum, þá er það akkúrat málið. Það að breyta því hvernig við orðum hlutina, minnir okkur á að við höfum val. Ef okkur líkar ekki hvernig við verjum klukkustund, þá getum við alltaf breytt valinu.“

– Laura Vanderkam​ (2012, The Wall Street Journal)

Hér er greinin í fullri lengd: https://www.wsj.com/articles/SB…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing