Uppáhalds rapplög SKE – það sem af er árinu

Auglýsing

SKE: Það er erfitt að spá – og sérstaklega fram í tímann, sagði hafnarboltakappinn Yogi Berra einhvern tímann, og þó svo að við séum, almennt séð, sammála þessum ummælum Berra, þá ætlum við samt sem áður að spá því að íslenskt rapp, árið 2018, muni einkennast af áframhaldandi velmegun og hagsæld. Nú þegar fyrsti ársfjórðungur er genginn í garð liggur beinast við að líta yfir farinn veg og skoða það sem hæst bar á árinu. Það er, svo sannarlega, af nógu að taka.

——-Stepmom – Heirloom Heiress

Síðastliðinn 14. febrúar gaf rapparinn Jóhanna Rakel (meðlimur hljómsveitarinnar CYBER) út EP plötuna I’m Your New Stepmom á Spotify. Lagið heirloom heiress þykir okkur standa upp úr: grípandi, lostafullt og nett. Þess má einnig geta að stuttu eftir útgáfu plötunnar spjallaði SKE við Jóhönnu um plötuna en viðtalið má lesa með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Nánar: https://ske.is/grein/brjalud-yf…

Auglýsing

——-Kilo feat. Ragga Holm – I Don’t Play

Um miðjan janúar slóst SKE í för með rapparanum Kilo á húðflúrstofuna Memoria og varð vitni að því sögulega atviki þegar rapparinn fékk sér sitt fyrsta tattú (sjá hlekk hér fyrir neðan). Stuttu síðar gaf rapparinn út lagið I Don’t Play með Röggu Holm en um ræðir annað lagið sem Kilo og Ragga Holm semja í sameiningu. “Chico Blance Del Ano.” 

SKE BLEK (Kilo): https://ske.is/grein/kilo-faer-…

——-Alvia – Tekið mig til

Alvia hefur fagnað góðu gengi síðastliðin misseri og er meðal annars tilnefnd fyrir lag ársins (fyrir lagið Annan) á Íslensku Tónlistarverðlaununum í ár. Síðast gaf hún út lagið Tekið mig til í samstarfi við taktsmiðinn Whyrun. Gott bít, gott lag.

Nánar: https://iston.is/2018/02/23/til…

——-Ezekiel Karl – Get ekki tengt feat. Jesús

Rúmur mánuður er liðinn frá því að Ezekial Karl og Jesús gáfu út lagið Get ekki tengt á SoundCloud en lagið hefur hlotið mjög góðar viðtökur: hátt í 10.000 spilanir á 30 dögum. Geri aðrir betur.

——-Vala Crunk – BadBoyz Bitches Blaze

Fyrir fáeinum dögum síðan gaf rapparinn Vala Crunk út EP plötuna BadBoyz Bitches Blaze á Spotify og fylgdi hún útgáfunni eftir með myndbandi við titillag plötunnar. Í tilefni þess heyrði SKE í Völu og spurði hana nánar út í plötuna, myndbandið og lagið (viðtalið má lesa með því smella á hlekkinn hér fyrir neðan). 

Nánar: https://ske.is/grein/reykjaviku…

——-Logi Pedro feat. Birnir – Dúfan mín

Lagið Dúfan mín eftir Loga Pedro og Birnir situr, í þessum skrifuðu orðum, í fjórða sæti Spotify yfir vinsælustu lög Íslands. Óhætt er að segja að fá lög hafa vakið jafn mikla lukku það sem af er árinu. SKE fékk söngkonuna GDRN til sín í byrjun mars til þess að breiða yfir lagið en útgáfa hennar hefur farið víða á samfélagsmiðlum.

——-Rari Boys – Tracksuit Made of Gold

Um miðjan febrúar kíkti hljómsveitin Rari Boys við í útvarpsþáttinn Kronik. Ásamt því að spjalla við umsjónarmenn þáttarins um lífið og veginn fluttu þeir einnig lagið Tracksuit Made of Gold í beinni. 

——-Yung Nigo Drippin’ – Ég VS Allir

Yung Nigo Drippin’ var einn af nýliðum ársins 2017 en lagið hans Plöggið hringir var í 6. sæti árslista Kronik. Fyrir fáeinum dögum síðan gaf hann út lagið Ég VS Allir á Spotify og er það bara nokkuð gott. 

——-GKR – Nei takk

Í byrjun árs leit SKE við í hljóðver rapparans GKR út á Granda en þá var rapparinn nýbúinn að gefa út myndband við lagið Nei, takk á Youtube. Lagið pródúseraði hinn sænski Ian Boom. 

——-Countess Malaise – Goddamn I Love My Man

Countess Malaise hefur verið í miklu uppáhaldi hjá SKE frá því að hún steig á sjónarsviðið árið 2017. Á Valentínusardaginn síðasta gaf hún út lagið Goddamn I Love My Man í samstarfi við taktsmiðina Lord Pusswhip og BNGRBOY (ekki amalegt, það). 

——-SAMA-SEM – Einvera

Í gegnum tíðina hafa mörg góð tvíeyki verið viðriðin íslensku rappsenuna: Bent & 7berg, JóiPje & Króli, Helgi Sæmundur & Arnar Freyr (Úlfur Úlfur), o.fl. Hins vegar eru þeir Daði Freyr & BNGRBOY (sem saman mynda tvíeykið SAMA-SEM) alltaf í ákveðnu uppáhaldi. Lagið þeirra Einvera kom út í ár og er mjög gott. 

——-Rari Boys – Önnur tilfinning

Í inngangi viðtals SKE við Rari Boys frá því í byrjun mars stendur: „á þeim tæpum sólarhring sem er liðinn frá útgáfu lagsins hefur heil halarófa af enskum slanguryrðum teygt sig neðan úr botni myndbandsins á Youtube, ásamt tilheyrandi tjámerkjum (“emojis”); jákvæðar athugasemdir á borð við ‘fire,’ ‘water,’ ‘BNGRRR!,’ og ‘vibes,’ eru ríkjandi meðal himinlifandi áheyranda og er lagið, í þessum skrifuðu orðum, “#1 Trending” á Youtube – á meðan sigurvegari Söngvakeppninnar sjálfrar, hinn melódramatíski Ari Ólafsson, situr í þriðja sæti listans.“  Þremur dögum síðar er lagið enn #1 Trending á Youtube. #RariSeason.

——-Tiny – Niðrágólf

Sitt sýnist hverjum um lagið Niðrágólf eftir Tiny. Hvað sem því líður fögnum við endurkomu rapparans en hann er – og verður – einn af okkar uppáhalds rímnasmiðum (Lagið Thought U Knew er enn í miklu uppáhaldi). Orðið á götunni er að Tiny vinni nú hörðum höndum að nýrri plötu.

——-Aron Can – Aldrei heim

Lagið God’s Plan eftir rapparann Drake er eina lagið sem nýtur meiri vinsælda á Spotify, hérlendis, en smellurinn Aldrei Heim sem Aron Can gaf út fyrr á þessu ári. Myndbandið hefur jafnframt vakið mikla athygli – og undrun; líkt og einn notandi Twitter orðaði það: „Er með svo mixed emotions eftir að horfa á myndbandið við Aldrei Heim. Ég veit ekki hvort að ég sé ástfanginn eða í ástarsorg eða glöð eða leið eða hvað fuck my life it’s amazing.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram