„Vekur upp fleiri tilfinningar en Hollywood-kvikmynd“—NOËP: „fk this up“

Það er óhætt að segja að tónlistarunnendur séu ánægðir með nýjasta myndband eistneska tónlistarmannsins NOËP (sjá hér að ofan), en um er að ræða myndband við lagið fk this up, sem NOËP samdi í samstarfi við hina bresku CHINCHILLA; frá því að myndbandið rataði á Youtube í lok júlí hefur hátt í hálf milljón manna skoðað myndbandið og virðist sem svo að vinsældirnar helgist af sterkum tilfinningalegum áhrifum þess. Myndbandið—sem Andres Kõpper leikstýrði—segir ljúfsára sögu ungs pars. Með aðalhlutverkin fara þau Lea Freund og Risto Vaidla og er klisjan leiksigur við hæfi.

Eins og Youtube-notandinn Daulken Kifson orðaði það: „Fjandinn hafi það, þetta þriggja mínútna langa myndband vekur upp fleiri tilfinningar en heil Hollywood-kvikmynd. Vel gert!“

NOËP gaf út sína fyrstu EP plötu, Heads in the Clouds, árið 2018. Platan var tilnefnd, og sigraði, í flokki Poppplata ársins á Eistnesku Tónlistarverðlaununum.

Hér fyrir neðan er svo lagið Move sem NOËP gaf út árið 2015.

Auglýsing

læk

Instagram