Vigdís Finnbogadóttir og Nanna OMAM ræða kvenréttindi

Inspired by Iceland herferðin sendi frá sér ofangreint myndband í gær, en í myndbandinu getur að líta Vigdísi Finnbogadóttur og Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur (oftast kennd við hljómsveitina Of Monsters and Men). Í myndbandinu rifjar Vigdís upp Kvennafrídaginn sem haldinn var þann 24. október 1975. Kvennafrídagurinn var baráttudagur sem íslensk kvenréttindasamtök stóðu fyrir og var haldinn hátíðlegur með ræðum og söng á Lækjartorgi í Reykjavík og víðar á Íslandi. Í tilefni dagsins hættu kvenmenn fyrr í vinnunni í gær til þess að mótmæla launamismunun kynjanna.

Auglýsing

læk

Instagram