Maður lifandi það er komið að 50. þætti skvísanna í Englarykinu. Hvern hefði grunað að við kæmumst hingað!
Þátturinn verður auðvitað með hátíðarsniði og er túrbó-langur og spennandi.
Stelpurnar eiga vini í innsta hring og engin önnur en drottningin Beyoncé henti í litla plötu í tilefni 50.þáttarins okkar og erum við henni endalaust þakklátar og rýndum í gripinn!
Það voru engin vettlingatök en um er að ræða í sirka klukkara bara í greiningu á Lemonade!
Svo datt inn nýtt “Nannygate” mál og Jinx poppar aftur upp á yfirborðið. Ja hérna hér, stuðið bara hættir ekki.
Þetta er næstum eins og Lýðveldishátíðin – kandýflos og gasblöðrur!
Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég?