Einstakt fyrirtæki eða heppnir framleiðendur?

Auglýsing

Pólski tölvuleikjaframleiðandinn CD Projekt Red hefur farið í gegnum ævintýralegan feril. Þeir byrjuðu að selja krakkaða CD diska af vinsælum bandarískum leikjum árið 1994 og tuttugu árum síðar kom út The Witcher 3. Þetta er ofureinföldun á góðri sögu, en er efni vikunnar.

Í nýjasta innslagi Tölvuleikjaspjallsins kafa þeir Arnór Steinn og Gunnar í sögu CDPR, allt frá auðmjúkri byrjun yfir í að verða verðmætasta fyrirtæki Póllands á einum tímapunkti. Witcher serían og Cyberpunk eru auðvitað efst á baugi.

 

Auglýsing

 

Einnig verður farið yfir stormasama sögu tölvuleiksins Cyberpunk 2077. Þegar sá kom út var ekki allt með felldu, mörg voru skiljanlega mjög ósátt við ástand leiksins, en hann var óspilanlegur í mörgum tilfellum. Það er margt sem gæti komið á óvart í sögunni, við mælum með að þið hlustið/horfið vel!

Hvað finnst þér um CD Projekt Red? Einstakt fyrirtæki eða heppnir framleiðendur sem misnotuðu traust spilara?

Þættir Tölvuleikjaspjallsins eru í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram