S01E73 | Vill ekki brenna kertið báðum megin

Spjallið með Frosta Logasyni

Óskar Logi Ágústsson, gítarleikari og söngvari Vintage Caravan, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hljómsveit hans hefur notið gríðarlegrar velgengni á undanförnum árum en strákarnir hafa unnið hart að því að koma sér á framfæri allt frá 11 ára aldri. Óskar Logi tók snemma þá ákvörðun að láta eiturlyf, sem oft fylgja rokkara lífstílnum, ekki eyðileggja fyrir markmiðum sínum og hefur algjörlega sneitt framhjá öllum slíkum freistingum. Vintage Caravan mun halda langþráða tónleika á Íslandi föstudaginn 8. desember í Iðnó. Miðasala fer fram á Tix.is
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -